Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 104

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 104
104 STEfÁn ÁSGEIR GuðmundSSon lýðsfélaga og ákveðinna þrýstihópa á sveif með andstæðingum Chávez og skipulögðu verkfall sem rúmlega hálf milljón manna tók þátt í. Á götum Caracas laust mannfjöldanum saman við stuðningsmenn Chávez með þeim afleiðingum að 50 manns létu lífið. Til að koma í veg fyrir að ofbeld- ið spyrðist út reyndi Chávez að þagga niður í fjölmiðlum. Á sama tíma ákvað hópur innan hersins að grípa í taumana og stemma stigu við óeirð- unum í borginni sem lauk með því að hópurinn lýsti því yfir að Chávez hefði sagt af sér. Í kjölfarið var einn af forsprökkum verkfallsins tilnefndur sem bráðabirgðaforseti landsins. Í raun og veru var þetta þekkt stjórnar- byltingarform, á borð við það sem Augusto Pinochet leiddi í Chile árið 1973. Stærsti munurinn verður þó að teljast sá að bylting Pinochets heppnaðist en andstæðingar Chávez höfðu varla fengið tóm til að fagna sigri þegar herdeildir hliðhollar forsetanum stigu inn á sjónarsviðið og uppreisnaröflin liðuðust í sundur.21 Stjórnarandstæðingar máttu þarna horfa á eftir vænlegasta tækifærinu sem þeir höfðu fengið fram að þessu til að koma Chávez frá völdum. Allt frá því að Hugo Chávez tók við völdum í Venesúela hefur hann lagt mikla áherslu á að auka fjölbreytni atvinnulífsins í landinu. Í Venes úela er ein stærsta olíulind heimsins og er landið eitt af stofnfélögum OPEC, samtaka olíuríkja. Olíuvinnsla er ein helsta atvinnugreinin í landinu. Langstærstur hluti útflutningstekna landsins kemur úr olíuútflutningi og hversu undarlega sem það kann að hljóma eru það Bandaríkin sem kaupa stóran hluta olíunnar. Chávez gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi olíuiðn- aðarins en vill engu að síður virkja nýjar og gamlar atvinnugreinar sem hann telur fyrri stjórnvöld hafa hunsað. Venesúela hefur líkt og margar aðrar þjóðir ekki farið varhluta af byggða röskun og telur Chávez þessa þróun vera alvarlegt vandamál sem þurfi að glíma við.22 Stöðugir fólksflutningar af landsbyggðinni til borga landsins hafa átt sér stað síðustu áratugi og er nú svo komið að um 90% íbúa landsins búa í þéttbýli.23 Þar er oftar en ekki litla eða enga atvinnu að hafa og fátækir bændur sem flutt hafa í þéttbýlið í leit að betra lífi enda því oft í fátækrahverfum í útjaðri borganna. Slíkum flutningum fylgja ýmis félags- og umhverfisvandamál eins og gefur að skilja. Von Chávez er sú að með því að efla gamla atvinnuvegi líkt og landbúnað megi hægja á þessari 21 Þessi atburðarás er rakin víða, m.a. í Benjamin Keen og Keith Haynes, A History of Latin America, bls. 506. 22 Richard Gott, In the Shadow of the Liberator, bls. 10–13. 23 H. Micheal Tarver og Julia C. Frederick, The History of Venezuela, bls. 156.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.