Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 53
„ÞIÐ HLUSTIÐ ALDREI Á OKKUR“
53
hafa komist inn í landið til þess „af sjálfsdáðum“. Aðrir fara þó löglegu
leiðina gegnum hliðin. Í „La fila“ (Röðin) – texta sem mætti kalla prósaljóð
– má sjá hvernig það að koma sér „yfir“ á bíl verður að eins konar bardaga;
endalausar bílaraðir myndast, þær öðlast sjálfstæða tilvist og lúta sérstök-
um lögmálum sem farþegarnir eru ofurseldir. Allar stefna að hliðinu þar
sem landamæravörðurinn bíður, drottnarinn sem tekur hina endanlegu
ákvörðun. Hinn hversdagslegi og einfaldi viðburður að fara úr landi til
þess eins að koma sér í vinnuna verður að þrúgandi taugaspennu sem getur
leitt til öngþveitis. Að lokum hálfsturlast farþegarnir í hitanum og enda-
lausri biðinni og eyðimerkurgangan endar í nokkurs konar hillingum þar
sem lesandinn veit ekki lengur mörk hins raunverulega og óraunverulega.
Hér hæðist höfundur miskunnarlaust að atburði sem margir borgarbúar
þekkja og erfiðleikunum sem kunna að bíða þeirra sem fara að lögum.34
Crosthwaite veltir upp öllum mögulegum hliðum markanna, jafnvel pers-
ónugerir þau. Í frásögunni „La silla vacía“ (Tóma sætið) eru þau komin til
sálfræðings. Þar er varpað fram þeirri spurningu hver þessi landamæri séu
í raun. Eru þetta ein landamæri eða tvenn? Hafa þau tvær hliðar eða eina?
Virka þau eins beggja vegna? Hvaða fyrirbæri er þetta eiginlega? Jú, það
þarf tvær hliðar til að landamæri séu til og svo eru hliðarnar háðar hvor
annarri. Þar að auki væru engin mörk til þyrfti ekki að fara yfir þau; m.ö.o.
mörkin verða til um leið og stigið er yfir þau. Crosthwaite segir:
Girðingar eru til þess að halda því óæskilega fyrir utan [...] slíkir
tálmar hefðu enga merkingu og engan tilgang væri ekki einhver
sem reyndi að fara yfir þá. Það er að segja, mörkin halda velli
meðan einhver vill stíga yfir þau. Öll mörk eru aðeins til í huga
þess sem ætlar sér að fara yfir þau. Landamæri eru ekki annað en
tilbúningur þeirra sem þurfa að horfast í augu við þau.35
Í lok bókarinnar dregur höfundur upp ýkta en sannferðuga mynd af því
sem hann kallar „norðvesturhorn“ Rómönsku Ameríku. Þar er málmvegg-
ur, viti, gömul óbelíska, sem var sett niður árið 1848 til að marka línuna,
nautaatsleikvangur, sá eini í heiminum sem stendur við hafið, og almenn-
ingssalerni sem borgarstjóra nokkrum hugkvæmdist að koma upp á þess-
um stað. Hér vísar höfundur í landamæraveggi Tijuana sem hafa með
34 Rosario Sanmiguel segir að gróft reiknað hafi hún varið því sem nemur ári af ævi
sinni í að bíða í röð til að komast yfir landamærin. Einkasamtal, apríl 2009.
35 Luis Humberto Crosthwaite, Instrucciones para cruzar la frontera.