Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 137
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ
137
Pakistan.60 „Við verðum hér uns lýðræði er komið á að nýju“, sagði sendi-
herra Chile hjá SÞ, en land hans stóð að innrásinni í landið ásamt Banda-
ríkjunum, Frakklandi og Kanada. Bráðlega verða síðastnefndu löndin ef til
vill knúin til að sanna hollustu sína að nýju, enda eiga SÞ í vandræðum
með að manna frönskumælandi herlið til að takast á við verkefni sem við
blasa (til dæmis á Fílabeinsströndinni og í Búrúndí). Eins og talsmaður SÞ,
David Wimhurst, orðaði það í viðtali við Los Angeles Times: „Friðargæsla
fer ört vaxandi, og mikil eftirspurn er eftir hermönnum. Við höfum
áhyggj ur af því að frönskumælandi löndum reynist erfitt að standa sig í
stykkinu.“61
Haítí sem fordæmi
Úrslitin í sjálfstæðisstríði Haítí 1804 fólu í sér áður óþekkta aðför að skip-
an heimsmála á nýlendutímanum. Sigurinn sem fagnað var fyrir rúmum
200 árum varð kynslóðum byltingarleiðtoga hvarvetna í Afríku og Ameríku
ríkulegur innblástur. Sigri hinnar nýju nýlendustefnu í febrúar 2004 var
greinilega ætlað að sjá til þess að frá Haítí stafi aldrei framar „ógn hins
góða fordæmis“. Skaðabótagreiðslur til nýlenduherrans gamla ollu því að
landið varð örbirgð og stöðugri lánsfjárþörf að bráð, og sú gríðarlega mis-
skipting auðs og valds sem örsmá valda- og forréttindastétt landsins kom á
fót bætti gráu ofan á svart. Um miðjan níunda áratuginn lauk grimmilegri
og gjörspilltri alræðisstjórn Duvalierfeðga þegar mótmælahreyfing fjöldans
reis upp og óx þeim yfir höfuð. Þegar forréttindastéttin á Haítí missti
trúna á mátt Jean-Claudes Duvalier til að viðhalda ríkjandi ástandi brá hún
fyrst í stað á það einfalda ráð að setja nýja tegund herstjórnar í staðinn fyrir
stjórn hans. Þessi lausn dugði frá 1986 til 1990, en herinn gat ekki haldið
hinni vaxandi fjöldahreyfingu í skefjum nema með því að grípa til ofbeldis
gegn almenningi í slíkum mæli að það gekk ekki til lengdar. Vægðarlaus
kúgun varð til þess að Haítí rambaði á barmi byltingar.
Viðbrögð ráðastéttarinnar við kosningasigri Lavalas 1990 fólst í því að
beita öðrum þræði nýrri aðferð til að draga tennurnar úr byltingunni, úr
því að kalda stríðinu var ekki lengur til að dreifa sem sjálfkrafa réttlætingu
fyrir skefjalausri valdbeitingu gegn fjöldahreyfingum. Kjarninn í þessari
60 Þau ríki sem greiddu atkvæði með hernámsliðinu, auk fastameðlimanna fimm,
voru: Alsír, Angóla, Benín, Brasilía, Chile, Filippseyjar, Pakistan, Rúmenía, Spánn
og Þýskaland.
61 Los Angeles Times, 1. maí 2004.