Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 126
PETER HallwaRd
126
Skýrslan lét þess ógetið að Apaid er athafnamaður á heimsvísu sem á
dágóðan fjölda af verksmiðjum á Haítí. Hann stofnaði helstu einkareknu
sjónvarpsstöðina í landinu og var framarlega í flokki þeirra sem reyndu að
koma í veg fyrir að Aristide tvöfaldaði lágmarkslaunin árið 2003. Á hinn
bóginn kemur þetta fram í skýrslunni:
Fjöldi þeirra sem sóttu samkomuna var minni en ætla mátti
þegar haft var í huga að hópurinn kvaðst hafa rúmlega 300
aðildarfélög innan sinna vébanda. Hópnum tókst með naumind-
um að safna svo mörgum einstaklingum saman til mótmælanna.
Sú staðreynd að samkomuna sóttu margir sem tilheyra auð-
stéttum samfélagsins ýtir undir þá skoðun að þvert á yfirlýsingar
184-hópsins um að hann sé fulltrúi borgaralegs þjóðfélags njóti
þessi samtök lítils fylgis meðal almennings. Þessi túlkun fékkst
svo staðfest þegar „allsherjarverkfallið“ sem hópurinn boðaði
17. nóvember mistókst hrapallega. Enda þótt mörg einkafyrir-
tæki í Port-au-Prince, þar á meðal einkaskólar og bankar, hafi
verið lokuð þann daginn, gekk allt sinn vanagang í ríkisreknum
bönkum, stjórnarskrifstofum og almenningsamgöngukerfinu, að
ógleymdum götumörkuðum. Annars staðar í landinu hlaut þessi
boðaða stöðvun þjóðfélagsins litlar sem engar undirtektir.36
Þáttaskil í janúar 2000
Þrátt fyrir afgerandi fjöldahylli sína hafa hvorki Préval né Aristide, í valda-
tíð sinni 1991 og 1994–95, getað stýrt landinu með fullum stuðningi lög-
gjafarvaldsins. En í afdrifaríkum kosningum til þings og sveitarstjórna í
maí 2000 vann sameinaður flokkur Fanmi Lavalas meirihluta á öllum
stjórnarstigum og fékk 89 af 115 borgar- og sveitarstjóraembættum, 72 af
83 þingsætum í fulltrúadeildinni og 18 af þeim 19 sætum í öldungadeild-
inni sem kosið var um.37 Í kosningunum 1995 höfðu „hinir svokölluðu
hefðbundnu stjórnmálaflokkar algjörlega misst trúverðugleika sinn – sér í
lagi þeir sem störfuðu með herstjórninni 1991–94“, og þaðan í frá voru
36 Economist Intelligence Unit, Country Report January 2004: Dominican Republic,
Haiti, bls. 40–41.
37 Þjóðþingið sem komið var á með stjórnarskránni 1987 er samsett úr fulltrúadeild
(83 þingsæti) sem kosið er til með beinni kosningu í kjördæmunum, og öldunga-
deild (27 þingsæti) sem í sitja þrír fulltrúar fyrir hvert hinna níu héraða landsins.