Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 47
47
„ÞIÐ HLUSTIÐ ALDREI Á OKKUR“
sögu Margarita Barroso, deildarstjóri í maquiladora-verksmiðju17 sem býr í
El Paso og fer daglega yfir landamærin í vinnu en hún efast um sjálfsvitund
sína, veit ekki hvort hún er Margarita eða Margie, Mexíkani eða Chicanói.
Einnig Serafín Romero, sem hefur alist upp á ruslahaugum Mexíkóborgar
og smyglar nú löndum sínum yfir landamærin; landamæravörðurinn
Mario, Chicanói sem ber þann kross að hafa fæðst norðan markanna og
aðstoðar „bræður“ sína við að komast yfir þau með ólögmætum hætti, og
að lokum rithöfundurinn José Francisco, Chicanói sem vill sameina menn-
ingarheimana beggja vegna markanna og þeysist yfir þau á mótorhjóli um
leið og hann hendir handritum sínum á spænsku og ensku í ána. Þegar
hann verður þess var að fólkið grípur blöðin á lofti „æpti hann sigri hrós-
andi en þá molnuðu glerlandamærin og hurfu að eilífu.“18
Ekki er hægt að segja að bók Fuentesar endurspegli með raunsönnum
hætti lífið við landamærin, öllu heldur endurspeglar hún umræðuna um
ýmis málefni landamæranna. Má segja að bókin sé tilraun til að koma
mörkunum á blað í bókmenntum Mexíkó, til að vekja athygli fólks á þeim
og áhrifunum sem þau hafa haft á sögu, menningu, efnahag og almennt líf
fólks, hvort sem er í Mexíkó eða í Bandaríkjunum. Fuentes leitast við að
draga fram hvernig saga landanna tveggja er margsamofin og löndin háð
hvort öðru, en þess má geta að bókin kom út ári eftir að NAFTA/TLCAN-
fríverslunarsamningurinn var undirritaður.19 Við þennan samning var eins
og landamærin yrðu sýnileg og e.t.v. tímanna tákn að Fuentes beindi sjón-
um sínum að margræðum áhrifum þeirra.
Landamæraborgirnar hafa einnig ratað inn í glæpasögur sem hafa verið
skrifaðar „úr suðri“ á undanförnum áratugum. Þekktust eru eflaust verk
Paco Ignacios Taibo II.20 Þar eru mörkin notuð sem sögusvið fyrir glæpi,
eiturlyfjasmygl og hvers kyns spillingu og óhætt að segja að gengið sé inn í
sögusögnina myrku og jafnvel inn í glæpasagnahefð útlendra höfunda á
17 Maquiladora er eins konar verksmiðja þar sem aðfluttir hlutir eru settir saman, allt
frá fatnaði til hátæknibúnaðar, og eru þeir svo fluttir aftur úr landi, einkum til
Bandaríkjanna. Maquiladora-verksmiðjurnar eru um þrjú þúsund talsins á landa-
mærunum sunnan megin.
18 Carlos Fuentes, La frontera de cristal, bls. 296.
19 NAFTA: North American Free Trade Agreement. TLCAN: Tratado de Libre
Comercio de América del Norte.
20 Hann er talinn vera frumkvöðull hinnar nýju glæpasögu sem rituð er á spænsku. Í
bók hans, Sueños de frontera (México, D.F.: Promexa, 1990), segir: „Landamærin
eru undarlegt land sem er hvorki mexíkanskt né bandarískt, land þar sem allir eru
útlendingar“ (bls. 16).