Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 71
SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG
71
villutrúarmaður af rannsóknarréttinum í Toledo árið 1525 og fylgjendur
hans og Erasmusar frá Rotterdam voru ofsóttir á Spáni.12 Trúarleg og ver-
aldleg yfirvöld sameinuðust um að halda almenningi frá hinum nýju hug-
myndum úr norðri og þannig einangraðist Spánn smám saman frá þeirri
þróun í heimspeki og vísindum sem þar átti sér stað. Árið 1558 var komið
á opinberri ritskoðun á bókum prentuðum í landinu, innflutningur bóka
var bannaður og stúdentum meinað að stunda nám erlendis. Nýju lífi var
blásið í rannsóknarrétt kirkjunnar, sem komið hafði verið á fót á miðöld-
um, og varð hann að öflugu kúgunar- og ritskoðunartæki. Þegar líða tók á
16. öldina einkenndist Spánn af ofstæki, umburðarleysi, hjátrú og tor-
tryggni. Þrátt fyrir að landið réði yfir víðáttumiklum nýlendum jukust
útgjöld ríkisins hraðar en tekjurnar. Auðurinn frá nýlendunum var ekki
nýttur til að byggja upp nútímalegra samfélag heldur var honum sólundað,
m.a. í misheppnaðar hernaðaraðgerðir í vonlausri baráttu gegn útbreiðslu
nýs siðar.13 17. öldin var síðan hnignunarskeið Spánarveldisins og árið
1659 hafði það misst öll ítök sín norðan Pýreneafjalla.
Á þessu niðurlægingarskeiði í hernaði, fjár- og stjórnmálum náði sköp-
unargleði Spánverja sér hinsvegar á mikið flug og gullöldin í spænskum
bókmenntum, sem hófst í byrjun 16. aldar, stóð út þá sautjándu. Spænsku
gullöldinni er skipt í tvö tímabil og er hið fyrra kennt við endurreisnina en
á 17. öld verður barokkið ráðandi.
Barokkið
Sor Juana telst til barokkskálda og er eitt mikilvægasta skáld nýlendutím-
ans í Mexíkó. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei komið til Evrópu er hún oft
kölluð síðasta stórskáld spænsku gullaldarinnar. Þótt barokkhugtakið hafi
lengi verið notað um tónlist, myndlist og byggingarlist var ekki farið að
nota það um bókmenntir fyrr en fyrir um það bil hundrað árum. Upp-
haflega var barokk notað um ákveðinn stíl en þeim fræðimönnum hefur
fjölgað sem nota það til að afmarka tímabilið á milli húmanisma og upplýs-
12 J.H. Elliott, Imperial Spain 1469–1716, Middlesex: Penguin Books, 1970, bls. 218.
13 Sama rit, bls. 285. Til dæmis má nefna Flotann ósigrandi sem Filippus II sendi til
að berjast við Breta á Ermarsundi árið 1588. Spánverjar fengu slæma útreið,
misstu 15.000 menn og tugi skipa og kostnaður var himinhár.