Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 100
100
STEfÁn ÁSGEIR GuðmundSSon
Staðföst trú Betancourt á að Bandaríkin styddu lýðræðisstjórnir fremur
en einræðisherra í Rómönsku Ameríku var ef til vill ekki úr lausu lofti
gripin, því í upphafi sjöunda áratugarins kynnti John F. Kennedy, þáver-
andi forseti Bandaríkjanna, nýja utanríkisstefnu. Samkvæmt þessari nýju
stefnu, Alliance of Progress, var ætlunin að auka hagvöxt og efla félagsþjón-
ustu í löndum Rómönsku Ameríku. Til að áætlunin gæti orðið að veruleika
ætluðu Bandaríkin að verja milljörðum dollara til uppbyggingar á svæðinu
næstu tíu árin, en aðgang að þessu fé höfðu einungis þau lönd sem bjuggu
við lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir.13 Eitt helsta markmið Bandaríkjanna
með áætluninni var þó að koma í veg fyrir að fleiri uppreisnarmenn á borð
við Fidel Castro kæmust til valda. Alliance of Progress vakti gríðarlega
athygli í Rómönsku Ameríku. Var þetta fyrsta alvarlega tilraun
Bandaríkjanna til að ýta undir lýðræðisþróun á þessu svæði og snúa að
sama skapi baki við fyrri stefnu sinni um að viðhalda óbreyttu ástandi sem
jafngilti stuðningi við þær einræðisstjórnir sem voru við völd. Skemmst er
frá því að segja að eftir dauða Kennedys virtist vilji Bandaríkjamanna til að
halda áfram þeirri samvinnu sem áætlunin krafðist, fara dvínandi. Innrásin
í Dóminíska lýðveldið árið 1965 var síðasti naglinn í kistu samkomulags-
ins. Urðu endalok þess óneitanlega mikil vonbrigði fyrir Betancourt.
Í forsetatíð Betancourt var ýmsum umbótum í landbúnaði hrundið í
framkvæmd og tugþúsundum bænda var úthlutað landi. Mennta- og heil-
brigðisþjónusta var bætt til muna, aðhald í olíuvinnslu aukið og kaup
verkamanna hækkað. Þessar umbætur eru venjulega þakkaðar Betancourt
auk þess sem hann er talinn hafa komið á lýðræði í landinu, þótt ófullkom-
ið væri. Einnig er honum hrósað fyrir að hafa beitt sér fyrir kosningum
árið 1963 þar sem hann vék fyrir nýjum réttkjörnum forseta, en slíkt hefði
fram að þessu seint talist sjálfsagt í þessum heimshluta. Engu að síður voru
þetta erfiðir tímar í Venesúela, og í stuttan tíma náði vinstrisinnuð skæru-
liðahreyfing að hreiðra um sig. Lýðræðiskerfið hélt engu að síður velli og
má eflaust þakka það Punto Fijo-samkomulaginu.
Punto Fijo-samkomulagið var þó ekki með öllu gallalaust og þversagn-
irnar sem í því leyndust voru greinilegar frá upphafi. Ein helsta afleiðing
samkomulagsins var tveggja flokka kerfið sem tók á sig mynd einskonar
valdaeinokunarkerfis AD og COPEI. Flokkarnir skiptust á að halda um
stjórnartaumana en fátt ef nokkuð greindi þá að undir það síðasta.
Gagnrýnisraddir urðu æ veikari og aðhaldið sem flokkarnir höfðu átt að
13 Thomas E. Skidmore og Peter H. Smith, Modern Latin America, bls. 369–372.