Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 135
135
Gamlir hundar snúa aftur
Raunveruleg markmið hernámsins sem hófst 29. febrúar 2004 liggja í
augum uppi: að þagga niður í þessum fylgismönnum eða má þá út. Á fyrstu
vikum hernámsins beitti fransk-bandaríska innrásarliðið sér nær eingöngu
í borgarhverfum þar sem stuðningur við Aristide var almennur og drap
eingöngu fylgismenn FL. Forsætisráðherrann nýi og leppur innrásarliðs-
ins, Gérard Latortue (69 ára gamall, fyrrverandi starfsmaður SÞ og spjall-
þáttastjórnandi í Miami), lýsti hinum dæmda fjöldamorðingja Tatoune og
uppgjafarhermönnunum í uppreisnarliði hans í Gonaïves opinberlega sem
„frelsishetjum“ – en þessi ummæli túlkaði New York Times sem „augljós
skilaboð um stöðugleika“.55 Í „þjóðstjórn“ Latortues sitja eingöngu full-
trúar hinnar hefðbundnu forréttindastéttar. Þann 14. mars byrjaði lögregl-
an að handtaka herskáa fylgismenn Lavalas vegna grunsemda um ótil-
greinda glæpi, en ákvað jafnframt að láta leiðtoga dauðasveita uppreisn ar-
manna óáreitta, meira að segja þá sem þegar höfðu verið dæmdir fyrir
voðaverk. Hinn nýi yfirmaður ríkislögreglunnar, Léon Charles, skýrði
þetta þannig að „enn séu margir fylgismenn Aristides“ sem handtaka þurfi,
en ríkisstjórnin „hafi ekki enn tekið ákvörðun um uppreisnarmennina –
það er ekki á mínu borði“.56 Þann 22. mars skýrði innanríkisráðherra
Latortues, uppgjafahershöfðinginn Hérard Abraham, frá áætlunum um að
taka málaliðana inn í lögregluna og staðfesti jafnframt þá ætlun sína að
endurreisa herinn sem Aristide leysti upp árið 1995.57 Síðla í marsmánuði
réðu dauðasveitir andstæðinga Aristides enn yfir næststærstu borg lands-
ins, Cap Haïtien, og þar höfðu „sundurskotin lík í tugatali verið færð í
um hjá honum?“ Lak svaraði: „Nei, engan veginn. Fólkið sem styður hann eru
hinir snauðu í landinu, yfirgnæfandi meirihluti íbúa. Haítíbúar eru 8 milljónir tals-
ins, og sennilega 95% þeirra búa við gríðarlega örbirgð … Það eru hinir ríku og
hin smáa millistétt sem styðja andstæðinga Aristides, og hinir snauðu styðja
almennt Aristide.“ Hvernig átti þá að skilja hinar ólíku og andstæðu skýringar á
brotthvarfi Aristides: var um valdarán að ræða, eða sagði hann af sér af fúsum og
frjálsum vilja? „Er mögulegt að skyggnast til botns í þessu og komast að sannleik-
anum“, spurði fréttalesarinn, „eða er það bara of erfitt, svona frá þínum bæjardyr-
um séð?“ Svar Laks segir meira en mörg orð: „Ég held að það sé bara of erfitt,
öhm … Þetta eru býsna afdráttarlausir kostir. En það er ljóst að Bandaríkjamenn
vildu koma hr. Aristide frá“ („The World at One“, BBC Radio 4, 8. mars 2004).
55 New York Times, 21. mars 2004.
56 Michael Christie, „Haiti police begin rounding up Aristide associates“, Reuters,
14. mars 2004.
57 Ibon Villelabeitia og Joseph Guyler Delva, „Haiti to integrate rebels into police
force“, Reuters, 23. mars 2004.
NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ