Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 192
RóbERT H. HaRaldSSon
192
Í öðru lagi mætti færa rök fyrir því að fleira en beinn skaði, unninn
öðrum einstaklingum, komi til álita við takmörkun prentfrelsis. Í því sam-
hengi kemur ef til vill fyrst upp í hugann bann við algerlega siðlausum
skoðunum og mjög særandi eða móðgandi skoðunum.26 Ljóst er að síðar-
nefnda ástæðan gæti hugsanlega hafa gagnast þeim sem vildu banna
dönsku teikningarnar. Við upphaf annars kafla Frelsisins lýsir Mill hins
vegar þeirri skoðun sinni að menn eigi „að hafa fullt frelsi til að játa og
ræða hvaða siðferðilega sannfæringu sem vera skal, hversu siðlaus sem hún
annars er talin“27 („however immoral it may be considered“28). Og hann
gagnrýnir líka ákaft þá tilhneigingu að orðið „ærumeiðing“ sé látið ná til
alls þess sem særir tilfinningar manna („hurts the feelings of any body“29).
Virðing fyrir tilfinningum fólks er, að dómi Mills, oft ekki annað en virð-
ing fyrir kreddum og hreinræktuðum hindurvitnum.30 Þá má benda á að
frá unga aldri lagði Mill þeim lið sem dæmdir höfðu verið til fangelsis-
vistar vegna guðlasts og skrifaði meðal annars blaðagreinar þeim til varn-
ar.31 Í Frelsinu nefnir hann í varúðarskyni dæmi af manni sem nýlega hafði
Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 21. bindi, bls. 3−34. Sjá einnig
„Place’s on the Law of Libel“ frá árinu 1824. John Stuart Mill, Collected Works of
John Stuart Mill, 22. bindi, ritstj. Ann P. Robson og J.M. Robson, Toronto: Uni-
versity of Toronto Press, 1986, bls. 91−94.
26 Sumir heimspekingar samtímans hafa viljað fara þá leið að takmarka frelsi sé um
að ræða grófa móðgun (e. offence) sem uppfyllir ströng skilyrði. Sjá umræðu um
þetta í grein Terry L. Price, „Feinberg’s Offense Principle and the Danish Cart-
oons of Muhammad“, APA Newsletters 1/6 2006 (haust), bls. 6−12. Ítarlegasta
umræða Feinbergs um efnið er í The Moral Limits of the Criminal Law, 4 bindi,
New York: Oxford University Press, 1984–1988. Sjá einnig bók hans Social
Philosophy, Englewood Cliffs: Prentice-Hall Inc, 1973, þriðja kafla. Feinberg lýsir
markmiðum sínum m.a. með samanburði við yfirlýstan tilgang Frelsisins, sjá The
Moral Limits of the Criminal Law, 1. bindi, bls. 3–12. Í þessari grein geri ég hvorki
tilraun til að lýsa ítarlega eða hafna kenningum Feinbergs um efnið.
27 John Stuart Mill, Frelsið, bls. 206, nmgr. 9.
28 John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 18. bindi, bls. 228. Hann
segist raunar hafa megna óbeit á orðunum „siðalaus“ eða „guðlaus“ skoðun. John
Stuart Mill, Frelsið, bls. 73.
29 John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 21. bindi, bls. 22, leturbreyting
þar.
30 Eitt dæmi Mills er raunar af þeim mikla viðbjóði sem múhameðstrúarmenn
hafa á neyslu svínakjöts. Hann beitir frelsisreglunni til að sýna að jafnvel þótt
slíkur viðbjóður byggðist m.a. á þeirri einlægu trú þeirra að guð hafi forboðið
svínakjötsát hefðu múhameðstrúarmenn engan rétt á að banna öðrum að neyta
slíkrar fæðu væru þeir í aðstöðu til þess. John Stuart Mill, Frelsið, bls. 155−156.
31 Sjá t.d. þrjár athyglisverðar blaðagreinar hans til varnar málfrelsi frá árinu 1823.
John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 22. bindi, bls. 9−18. Sjá einnig