Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 168
auðuR InGvaRSdóTTIR
168
brjósti.“34 Þetta orðalag gefur mikilvæga vísbendingu um merkingu orðs-
ins sem hér er rætt.
Fræðimenn sem fjallað hafa um orðið óborinn hafa annars vegar ein-
blínt á þá merkingu sagnarinnar bera að hún tengist fæðingarstundinni og
því að fæðast í heiminn og að óborið barn sé því ekki fætt á eðlilegan hátt.
Hins vegar telja menn að um sé að ræða burð á barni í fang föður, sem sé
athöfn sem hafi skipt sköpum um viðtöku barnsins í ætt föðurins. Ég tel
fremur að líta eigi svo á að upprunalega hafi óborinn vísað til meðgöngunn-
ar. Fóstrið var borið af konunni, og þegar það var fullborið fæddist það á
eðlilegan hátt. Raunar segir orðið fullborinn sína sögu sem andstæðuorð
við óborinn. Orð af sama uppruna eins og fullburða og ófullburða gefa
sömu hugsun til kynna. Þetta þýðir að fólk hefur gert sér grein fyrir því að
meðgangan tók ákveðinn tíma og þegar sá tími var liðinn átti barnið að
fæðast. Margvíslegar heimildir taka af tvímæli um það að sú var raunin.
Mönnum hefur verið kunnugt um lengd meðgöngu frá fornu fari. Í
Rígsþulu er meðal annars gert ráð fyrir níu mánaða meðgöngutíma.35
Í bréfi til Lögréttu árið 1651 velti Brynjólfur Sveinsson biskup fyrir sér
náttúrulegum „barnameðgöngutíma“ kvenna36 og vitnar þar um í rit eftir
Hippókrates, Aristóteles, Galenus og marga fleiri um „hvað vitrir menn á
öðrum löndum halda og haldið hafa um kvenburðartímann, einkum að
hann sé ekki svo ákvarðaður, skorðaður og niðurbundinn við nokkra vissa
óbrigðanlega tímalengd, sem vér almennilega meinum, svo þar megi ekki
stórum af bera …“.37 Þarna var Brynjólfur að velta fyrir sér börnum sem
fæddust fyrir tímann og jafnvel eftir lengri meðgöngu en eðlilegt þótti.
Tilgangur hans var að koma í veg fyrir það óguðlega hátterni karlmanna
að sverja fyrir börn sem fæddust ekki eftir náttúrulegan meðgöngutíma.
Hann vildi þannig sýna fram á að meðgöngutíma gat skeikað nokkuð frá
því sem almennast var. En eðlilegur meðgöngutími var mönnum alkunnur
enda bar sjálf himnadrottningin María Guð í níu mánuði í kviði samkvæmt
12. aldar texta Hómilíubókarinnar:
Og fyr því að eigi mun sjá getnuður á þann veg sem veraldar-
venja er til meðal karla og kvenna, heldur mun Guðs kraftur
34 http://ordnet.dk/ods/opslag?id=432494.
35 Eddukvæði, bls. 486.
36 Guðs dýrð og sálnanna velferð. Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639–
1674, Már Jónsson tók saman, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005, bls. 151.
37 Guðs dýrð og sálnanna velferð, bls. 153. Greinarhöfundur skáletrar.