Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 46

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 46
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR 46 Verkið er margradda og löngunin til að koma sem flestu að leynir sér ekki. Litskrúðug og margbrotin persónusköpun Fuentesar og ólíkar að- stæður persónanna bera vott um það. Hér bregður m.a. fyrir höfuð- borgarmeyjunni Michelinu sem kemur til landamæranna þar sem er „bók- staflega ekkert áhugavert fyrir ferðamenn,“14 en hún er eins konar andstæða menningarsnauðra íbúa landamæranna, og Juan Zamora sem uppgötvar samkynhneigð sína er hann nemur við Cornell-háskólann en samband hans og vinar hans má lesa sem táknmynd Mexíkó og Banda- ríkjanna þar sem Bandaríkjamaðurinn vill halda hugsun sinni í núinu (neit- ar að horfast í augu við söguleg vandamál landanna) og Mexíkómaðurinn vill horfa til fortíðar (þ.e. leysa nútímavandamál þjóðanna með því að gera upp söguna) en þetta veldur sambandsslitum þeirra. Einnig bregður fyrir Emiliano Barroso, gamla kommanum og þjóðernissinnanum sem hefur misst börn sín yfir í „spillinguna“ norðan megin, og Lisandro Chávez, af millistétt Mexíkó sem fór illa út úr efnahagshruninu 1995 og neyðist til að taka þátt í helgarvinnuferð verkamanna til New York til að þvo rúður háhýsa. Fuentes fer vítt og breitt, eins og hans er vandi, jafnvel til Spánar með það í huga að koma nýlendutímanum að. Landamærin sem slík eru þó sjaldnast í forgrunni að undanskilinni lokasögunni „Río Grande, Río Bravo“ (Stórafljót/Miklafljót) sem skiptist í undirkafla. Þar koma fyrir ýmsar persónur úr fyrri sögum bókarinnar og nýjar eru kynntar til leiks. Inn á milli kafla sögunnar skýtur höfundur inn sögu landamæranna í eins konar prósaljóðum. Í „Río Grande, Río Bravo“ reynir hann að draga saman og gera upp hin fjölmörgu vandamál sem hafa sprottið upp við mörkin. Hver persóna endurspeglar á sinn hátt ákveðnar aðstæður eða vandamál sem tengjast landamæraorðræðunni. Lesandi kynnist Benito Ayala frá fjallaþorpi í Guanajuato-fylki, bæ sem hefur í margar kynslóðir lifað á peningasendingum sem brottfluttir þorpsbúar hafa sent heim frá Bandaríkjunum. Einnig landamæraverðinum Dan Polansky, afkomanda innflytjenda frá Evrópu sem fyrrum var litið niður á, en hann hefur snúið baki við því sem Fuentes kallar „minni“15 og fyrirlítur mexíkanska innflytjendur, löglega sem ólöglega, og reynir að berjast gegn „ósýnilegri innrás Mexíkana.“16 Samt sem áður nýtir hann sér þjónustu þeirra og veit að Bandaríkin gætu ekki án þeirra verið. Hér kemur líka við 14 Carlos Fuentes, La frontera de cristal, bls. 11. 15 Þetta er síendurtekin hugmynd í verkum Fuentesar þar sem hann leggur áherslu á að menn verði stöðugt að rifja upp fortíðina til að geta horft til framtíðar. 16 Carlos Fuentes, La frontera de cristal, bls. 268.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.