Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 59

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 59
„ÞIÐ HLUSTIÐ ALDREI Á OKKUR“ 59 1990) og Arturo Islas (1938–1991) sem skrifaði bókina The Rain God (Regn- guðinn, 1991) þar sem sögusviðið er El Paso. „Minningabækur“ eru t.d. Canícula: Snap shots of a Girlhood en la Frontera (Heitir dagar: Myndir af æskuárum stúlku á landamærunum, 1995) eftir Normu Cantú (f. 1954) og Capirotada: A Nogales Memoir (Naglasúpa: Endurminningar frá Nogales, 1999) eftir Alberto Ríos (f. 1952). Öll þessi verk rýna í veruleika landa- mærabyggðanna norðan markanna. Í þessu sambandi eru þó einkum tvö verk Chicanóa sem mætti kalla landamærabækur í orðsins fyllstu merkingu þar sem mörkin sjálf eru í aðalhlutverki. Þetta eru Peregrinos de Aztlán (Aztlán-pílagrímarnir, 1974) eftir Miguel Méndez (f. 1930) og El diablo en Tejas (Djöfullinn í Texas, 1976) eftir Aristeo Brito (f. 1942) sem eru löngu orðin klassísk verk í bók- menntum Mexíkóameríkana. Báðir skrifa þessir höfundar á spænsku eins og flestir rithöfundar Chicanóa sem ruddu braut þeirra í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum.45 Peregrinos de Aztlán er í ætt við svokallaðar tungu- málaskáldsögur (sp. novelas de lenguaje) þar sem ótal raddir undirmálsfólks heyrast. Méndez fæddist og ólst upp sunnan markanna í smábæ í Sonora en fluttist norður fyrir þau til Tucson ungur að árum. Hann þekkir vel til beggja vegna markanna og nýtir sér munnlega hefð svæðisins. Hungrið og neyðin keyrir persónurnar áfram í goðsagnakenndri pílagrímsför um eyðimerkur landamærasvæðanna. El diablo en Tejas fjallar um aðstæður sem íbúar við Ríó Bravo/Río Grande bjuggu við eftir tilkomu landamæranna. Sögusviðið er Presidio, afskekkt smáþorp við landamærafljótið milli Texas og Chihuahua. Nafnið Presidio – fangelsi – lýsir ástandi þorpsins þar sem allt hefur nánast staðið í stað frá því það var reist og má sjá það sem táknmynd fyrir stöðu Mexíkó- ameríkana í Bandaríkjunum. Bókin tekur fyrir þrjú tímabil í Presidio: 1883, 1942 og 1970, og reynslu Mexíkana sem smám saman verða Mexí kó - ameríkanar í „eigin landi“, landi sem í einni svipan varð bandarískt 1848. Einnig koma við sögu samskipti fjölskyldna sem nú eru splundraðar og mótstaðan sem Mexíkanar mæta þegar þeir fara yfir til gamla þorpsins. Í gegnum árin höfðu íbúar Presidio og systurþorpsins, Ojinaga, ferðast á bátum milli þorpanna, en eftir tilkomu landamæranna var reist brú. Í stað þess að sameina verður hún tákngervingur sundrungar og valds. Og líf- gefandi fljótið verður nú að tákni dauðans. 45 Almennt skrifa Chicanó-höfundar á ensku nú á dögum, en verk þeirra eru jafn- óðum þýdd á spænsku fyrir hinn stóra spænskumælandi markað í Bandaríkjunum og víðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.