Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 184

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 184
RóbERT H. HaRaldSSon 184 Ennfremur er ljóst að Mill telur að skaðareglunni verði að beita einkar varlega í tilviki hugsunar- og málfrelsis.10 Skoðanir njóti ólíkt meiri frið- helgi en athafnir. Þetta skýrir meðal annars hve fast Mill kveður að orði þegar hann ræðir um skoðanafrelsi, það sé algert, fullt eða fullkomið frelsi („absolute freedom“, „[c]omplete liberty“, „fullest liberty“,11 „perfect freedom“12). Það er því í meira lagi vafasöm fullyrðing þegar Meckl stað- hæfir að „Mill [sjái] engin tormerki á því að takmarka prentfrelsið“ (126). Spyrja má hvers vegna grundvallarréttlæting einstaklingsfrelsis sé vara- samt tæki til að ákvarða mörk frelsis og félagslegs aðhalds. Ein skýring blasir við ef hugað er að orðalaginu „besta mögulega samfélagið“ sem Meckl túlkar sem mælikvarða á frelsisskerðingu. Mill forðast hins vegar að nota þetta orðalag í þessu samhengi og ekki að ástæðulausu. Það er bæði óljóst, teygjanlegt og umdeilanlegt. Menn hafa ólíkar hugmyndir um það hvað sé hið besta samfélag, svo ekki sé minnst á hið „besta mögulega“ samfélag. Hægt væri að réttlæta næstum hvaða skerðingu á frelsi einstak- lingsins sem er með vísan til slíks mælikvarða og það er nákvæmlega það sem ítrekað hefur verið gert í alræðis- og klerkasamfélögum. Rökfærsla Meckls um takmörkun frelsis í nafni sannleikans, sem æðra markmiðs, er ekki síður á skjön við hugmyndir Mills um málfrelsi. Meckl eignar Mill þá afstöðu að málfrelsi þjóni sannleiksleitinni og að sannleik- urinn, sem undirskipað markmið hins besta samfélags, vísi okkur á önnur endimörk frelsisins. Meckl fer hins vegar hratt yfir sögu hér (126) og segir ekki berum orðum að Mill telji að málfrelsi nái ekki til þeirra sem tjá rang- ar skoðanir, þar sem markmið þeirra sé ekki sannleiksleit. Ljóst er þó að Meckl eignar Mill þá afstöðu að takmarka megi prentfrelsi í nafni sann- leikans, hins æðra markmiðs. En þótt sannleiksleitin sé grundvallarréttlæt- ing hugsunar- og málfrelsis samkvæmt hugmyndum Mills13 væri það and- stætt boðskap hans að samþykkja takmarkanir á slíku frelsi í nafni sannleiks- eða þekkingarleitarinnar. Frelsið er skrifað meðal annars til að 10 Því hefur jafnvel verið haldið fram að Mill líti svo á að skaðareglan eigi alls ekki við um hugsunar- og málfrelsi. Sjá t.d. Richard Vernon, „John Stuart Mill and Pornography: Beyond the Harm Principle“, Ethics 3/106 1996, bls. 621–632. 11 John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 18. bindi, ritstj. J.M. Robson, Toronto: University of Toronto Press, 1977, bls. 225, 231, 228. 12 John Stuart Mill, Collected Works of John Stuart Mill, 17. bindi, ritstj. J.M. Robson, Toronto: University of Toronto Press, 1988, bls. 661−662. 13 Ásamt og með því að Mill telur að fullt málfrelsi sé nauðsynlegt til að gefa sönnum skoðunum merkingu og inntak, ljá þeim líf. Um þetta sjá Róbert H. Haraldsson, Tveggja manna tal, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.