Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 85

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 85
85 SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG Með yfirgripsmikilli þekkingu sinni sýnir hún fram á fordæmi þess að konur hafi haft bæði völd og áhrif, líka innan guðfræðinnar og kirkjunnar. Allar persónurnar sem koma fyrir í tilvitnuninni koma einnig fyrir í verki Christine de Pizan, Bókin um kvennaborgina, og því skrifar Sor Juana sig inn í þá þekkingarfræðilegu femínísku hefð sem Pizan hóf með því að safna saman vitneskju um lærðar og mikilvægar konur.69 Víst er talið að bók Giovannis Boccaccio (1313–1375) Af frægum konum hafi verið upp- spretta sem báðar þessar skáldkonur nýttu sér. En eins og Carmen Peraita bendir á þá passar Sor Juana að tengja konurnar ekki við þær dyggðir sem konum voru ætlaðar. Hún minnist t.d. hvorki á siðferði þeirra, skírlífi né undirgefni.70 Þótt Sor Juana hafi vissulega þjónað kirkjunni dyggilega, ekki síst með trúarlegum skrifum af ýmsum toga og með því að vera glæsilegur fulltrúi kirkjunnar sem yfirmenn hennar voru stoltir af, þá var hún af allt öðru sauðahúsi en svokallaðar „helgar konur“. Fjöldi kvenna í Nýja heiminum tilheyrði þessum hópi kvenna sem taldi sig vera í beinu sambandi við Guð og dýrlingana, nokkurs konar jarðneskar málpípur æðri máttarvalda, og voru sumar þeirra frægar fyrir dulspeki sína. Innan kaþólsku kirkjunnar í Evrópu voru margar „helgar konur“ teknar í dýrlingatölu á miðöldum en eftir siðaskipti fór að draga úr áhrifum þeirra.71 Í Mexíkó voru þessar konur yfirleitt með lágmarksmenntun og takmarkaðist guðfræðikunnátta þeirra oft við lestur dýrlingasagna. Segja má að þær hafi verið á valdi trú- arinnar og yfirleitt var þeim stjórnað af skriftafeðrum eins og til dæmis þeim sem knésetti Sor Juönu, biskupnum af Puebla, Manuel Fernández de Santa Cruz. Þær voru látnar skrifa um hina dulrænu reynslu sína og þau skrif notuðu skriftafeðurnir að eigin geðþótta. Þær voru því ekki nein ógnun við kirkjuna og karlaveldi hennar heldur verkfæri í höndum kirkj- unnar manna.72 Þessu var öfugt farið með Sor Juönu sem fór í klaustur til að komast hjá hjónabandi en ekki af trúarlegri köllun eins og hún lýsir sjálf í Svarinu. 69 Gerð er ítarleg grein fyrir þessum hugmyndum í bók Elizabeth Teresu Howe, Education and Women in Early Modern Hispanic World, Hampshire: Ashgate Publishing Company, 2008. 70 Carmen Peraita, „Elocuencia y fama: el catálogo de mujeres sabias en la Respuesta de Sor Juana Inés“, Bulletin of Hispanic Studies, 77/2000, bls. 75. 71 Ellen Gunnarsdóttir, „Trúarheimur kvenna í barokk Mexíkó“, í Kvennaslóðir, rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi, Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands, 2001, bls. 152–161, hér bls. 153–4. 72 Jean Franco, Plotting Women, bls. 3–22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.