Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 33

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 33
33 LESIÐ Í TERRA NOSTRA keisarinn leggur fyrrnefnd álög á komandi tíma; einnig er sagt frá dóms- máli í Palestínu þar sem frægur maður var krossfestur. Í lok þriðja hlutans og þar með verksins er lesandinn aftur staddur í París og eru þræðir dregn- ir saman og verkið gert upp. Þessi hluti bókarinnar verður að teljast nokk- uð áhættusamur þar sem listrænt samhengi þokar oft fyrir heimspekilegum bollaleggingum nánast í frásögulegu tómarúmi. Í Terra nostra er að finna samslátt sagnfræðilegra, bókmenntalegra og heimspekilegra þátta. En til að skapa þeim sameiginlegan vettvang og rými verður höfundur að umbreyta þeim. Í því er frumleiki verksins eink- um fólginn. Sagnfræðileg fyrirbæri og persónur fá táknræna skírskotun, þekktum minnum úr bókmenntum er stillt inn í sagnfræðilega þanka og þeim gefið sammannlegt vægi og heimspekin gerð töfrum slungin. En þar sem hér hefur verið minnst á goðsögur má ekki gleymast að bókmenntir og goðsaga eru tengdar órjúfanlegum böndum. Til að skoða fyrrnefnda umbreytingu er ekki úr vegi að tilfæra sagnfræðilegt dæmi úr Terra nostra. Fuentes lætur Filippus II. Spánarkonung kvænast mágkonu sinni, Elísabetu Englandsdrottningu, en í raunveruleikanum gekk hann að eiga systur hennar eins og þegar hefur komið fram. Hann gat við konu sinni mörg börn, en í bókinni eiga þau skötuhjúin ekkert barn og ganga raunar aldrei í sæng saman. Í þessu sambandi má minnast þess að Elísabet og Filippus II. elduðu jafnan grátt silfur saman og nægir þar að geta sögunnar af Flotanum ósigrandi þar sem Spánarkonungur ætlaði að knésetja flotaveldi Eng- lendinga í eitt skipti fyrir öll en fór hina mestu hrakför. Í verkinu hrífst Filippus II. af Elísabetu þegar hann sér hana við fermingu hrækja út úr sér oblátu sem síðan umbreytist í slöngu á gólfinu, og má segja að oblátan verði tákn fyrir kaþólska helgisiði. Fuentes lýsir þessari hrifningu svo: „Filippus elskaði úr fjarlægð þessa stúlku og ímyndaði sér atburðinn í kap- ellunni meðan hann strauk framstæða og skegglausa hökuna.“11 Eins og kunnugt er var Elísabet mótmælandi og leit helgisiði kaþólskunnar illu auga. Ástlaust hjónaband þeirra verður táknmynd um samband kaþólsku og mótmælendatrúar og um leið tveggja konungsríkja sem áttu eftir að hafa afgerandi áhrif á veraldarsöguna. Við það má bæta að hrifning Filip p- usar II. á því er Elísabet hrækir út úr sér oblátunni minnir á að sjálfur var hann í raun heillaður af hvers kyns villutrú. Í kaflanum „Fyrsti vitnisburð- ur“,12 þar sem reifaðar eru guðfræðilegar kenningar, kemur fram að kon- 11 Carlos Fuentes, Terra nostra, Barcelona: Seix Barral, 1985, bls. 115. 12 Sama rit, bls. 191–219.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.