Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 33
33
LESIÐ Í TERRA NOSTRA
keisarinn leggur fyrrnefnd álög á komandi tíma; einnig er sagt frá dóms-
máli í Palestínu þar sem frægur maður var krossfestur. Í lok þriðja hlutans
og þar með verksins er lesandinn aftur staddur í París og eru þræðir dregn-
ir saman og verkið gert upp. Þessi hluti bókarinnar verður að teljast nokk-
uð áhættusamur þar sem listrænt samhengi þokar oft fyrir heimspekilegum
bollaleggingum nánast í frásögulegu tómarúmi.
Í Terra nostra er að finna samslátt sagnfræðilegra, bókmenntalegra og
heimspekilegra þátta. En til að skapa þeim sameiginlegan vettvang og
rými verður höfundur að umbreyta þeim. Í því er frumleiki verksins eink-
um fólginn. Sagnfræðileg fyrirbæri og persónur fá táknræna skírskotun,
þekktum minnum úr bókmenntum er stillt inn í sagnfræðilega þanka og
þeim gefið sammannlegt vægi og heimspekin gerð töfrum slungin. En þar
sem hér hefur verið minnst á goðsögur má ekki gleymast að bókmenntir
og goðsaga eru tengdar órjúfanlegum böndum. Til að skoða fyrrnefnda
umbreytingu er ekki úr vegi að tilfæra sagnfræðilegt dæmi úr Terra nostra.
Fuentes lætur Filippus II. Spánarkonung kvænast mágkonu sinni, Elísabetu
Englandsdrottningu, en í raunveruleikanum gekk hann að eiga systur
hennar eins og þegar hefur komið fram. Hann gat við konu sinni mörg
börn, en í bókinni eiga þau skötuhjúin ekkert barn og ganga raunar aldrei
í sæng saman. Í þessu sambandi má minnast þess að Elísabet og Filippus II.
elduðu jafnan grátt silfur saman og nægir þar að geta sögunnar af Flotanum
ósigrandi þar sem Spánarkonungur ætlaði að knésetja flotaveldi Eng-
lendinga í eitt skipti fyrir öll en fór hina mestu hrakför. Í verkinu hrífst
Filippus II. af Elísabetu þegar hann sér hana við fermingu hrækja út úr sér
oblátu sem síðan umbreytist í slöngu á gólfinu, og má segja að oblátan
verði tákn fyrir kaþólska helgisiði. Fuentes lýsir þessari hrifningu svo:
„Filippus elskaði úr fjarlægð þessa stúlku og ímyndaði sér atburðinn í kap-
ellunni meðan hann strauk framstæða og skegglausa hökuna.“11 Eins og
kunnugt er var Elísabet mótmælandi og leit helgisiði kaþólskunnar illu
auga. Ástlaust hjónaband þeirra verður táknmynd um samband kaþólsku
og mótmælendatrúar og um leið tveggja konungsríkja sem áttu eftir að
hafa afgerandi áhrif á veraldarsöguna. Við það má bæta að hrifning Filip p-
usar II. á því er Elísabet hrækir út úr sér oblátunni minnir á að sjálfur var
hann í raun heillaður af hvers kyns villutrú. Í kaflanum „Fyrsti vitnisburð-
ur“,12 þar sem reifaðar eru guðfræðilegar kenningar, kemur fram að kon-
11 Carlos Fuentes, Terra nostra, Barcelona: Seix Barral, 1985, bls. 115.
12 Sama rit, bls. 191–219.