Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 48
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
48
borð við Raymond Chandler, Dashiell Hammett og Georges Simenon.21 Í
þessum verkum eru landamærin ekki annað en viðkomustaður, landsvæði
sem alltaf er hægt að flýja til, þar sem glæpir eru allsráðandi og einkenna líf
borganna. Eða eins og Gabriel Trujillo Muñoz hefur sagt: „Á landamær-
unum er hvað sem er leyfilegt, allt er sett að veði, þar er ævinlega hægt að
komast undan réttvísinni.“22
Rétt er að geta þess að enda þótt landamærin sem slík séu ekki í for-
grunni má finna norðurfylkin sem sögusvið í ýmsum verkum sem tengjast
mexíkönsku byltingunni með einhverjum hætti, s.s. Los de abajo (1915) eftir
Mariano Azuela,23 verkum Martíns Luis Guzmán, Gringo viejo (1985) eftir
Carlos Fuentes24 og Como agua para chocolate (1989) eftir Lauru Esqui-
vel.25
Bókmenntir á landamærunum. Skrifað „úr norðri“
Það hefur löngum verið svo í hinu miðstýrða Mexíkó að rithöfundar hafa
nánast þurft að setjast að í höfuðborginni til að koma verkum sínum út og
koma sér á framfæri. Þar hefur miðstöð menningarlífs verið gegnum tíð-
ina, stærstu forlögin hafa haft þar aðsetur, þaðan koma styrkirnir og þaðan
hefur menningarstarfsemi landsins verið stýrt. Fyrir vikið hafa bókmennt-
ir átt erfitt uppdráttar í öðrum fylkjum landsins, þ.á m. norðurfylkjunum og
á landa mærasvæðunum. Þetta tók að breytast upp úr 1980 í stærstu borg-
um norðurfylkjanna og stærri þéttbýlissvæðum landamæranna. Í Tijuana,
21 Fjölmargir erlendir rithöfundar hafa nýtt sér landamærasvæðin sem sögusvið eða
hafa skrifað um reynslu sína þar. Sjá t.d. William Carlos Williams, „The Desert
Music“ (1953), Graham Greene, The Lawless Roads/Another Mexico (1939), Allen
Ginsberg, „Mexicali, June 1954“, Lawrence Ferlinghetti, The Mexican Night
(1970) og Sam Shepard, „Lajitas and the NFL“ úr Cruising Paradise (1996).
22 Muñoz hefur einnig bent á að landamærin séu sá staður sem oftast er flúið til í
spennusögum Bandaríkjamanna: „Conflictos y espejismos: la narrativa policiaca
fronteriza mexicana“ í Juan Carlos Ramírez-Pimienta og Salvador C. Fernández
(ritstj.), El norte y su frontera en la narrativa policiaca mexicana, México, D.F.: Plaza
y Valdés, 2005, bls. 24.
23 Kom út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar undir heitinu Lýðurinn árið
1994.
24 Þess má geta að „Gringo viejo“ (Gamli Kaninn) vísar til Ambrose Bierce og fjallar
um ferð hans til Mexíkó þar sem hann hugðist taka þátt í mexíkönsku bylting-
unni.
25 Bókin kom út árið 1992 í íslenskri þýðingu Sigríðar Elfu Sigurðardóttur undir
heitinu Kryddlegin hjörtu.