Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 64
ROSARIO SANMIGUEL
64
Þennan dag var gangstéttin sem lá frá veitingastaðnum að bakkanum
auð, engir Kanar og engir hermenn. Það var mjög heitt. Daunninn úr
pollunum blandaðist hlandlyktinni sem lagði út af kránum. Í dyrunum á
kabarettstað stóð maður sem hrópaði hástöfum og bauð fólki á sýningu,
svo kallaði hann til mín væminni röddu. Ég leiddi hann hjá mér en ég var
viss um að daginn eftir yrði hann kominn á veitingastaðinn til að ergja
mig. Mér leist ekkert á þennan monthana. Hann var sífellt að bjóða mér í
bíó, upp á bjór, að fara hingað og þangað; hann var í raun ömurlegur. Þar
að auki var hann með skemmdar tennur, ekki eins og Martín með hvítar og
beinar. Mónika! kallaði hann á eftir mér en ég flýtti mér leiðar minnar.
Ég kom ekki auga á Martín og spurði hina strákana sem ferjuðu vað-
fugla yfir um hann. Hann var rétt að fara yfir, sögðu þeir. Á þessum tíma
dags voru sárafáir á bakkanum, allir eins og hálfdofnir. Ég kom mér fyrir
undir brúnni. Til að hafa ofan af fyrir mér fór ég að horfa á skýin og
byggingar borgarinnar sem blöstu við hinum megin. Þær voru háar – þetta
voru glerturnar í mismunandi litum, grænum, bláum, gráum og svörtum.
Ég var að sofna af umferðarniðnum þegar ég sá allt í einu Martín og einn
af þeim grænu birtast milli vagnanna á stöðvarpallinum hinum megin við
ána. Þeir virtust vera að þræta og lyftu handleggjunum eins og þeir ætluðu
að slá hvor annan. Sá græni greip í öxlina á Martín og hristi hann. Allir
hérna megin biðu spenntir eftir að sjá hvað gerðist. Martín losaði sig,
smeygði sér í gegnum gatið á vírgirðingunni og hljóp niður eftir steyptum
hallandi bakkanum. Gruggugt vatnið í ánni náði honum upp að mitti. Það
var tekið að dimma.
– Hvað ert þú að gera hérna? spurði hann æfur þegar hann kom nær.
Ég svaraði ekki og vildi heldur bíða þar til hann róaðist. Við gengum í
rykinu og ruslinu eftir bakkanum. Chicago Bulls-bolurinn hans var renn-
blautur, að ekki sé minnst á buxurnar. Þegar fötin voru farin að þorna
lögðum við leið okkar um Acaciagötu, með braslyktina sína eilífu og stétt-
irnar fullar af krökkum. Við stoppuðum á götuhorni til að fá okkur brauð-
bollur. Einhvern veginn fannst mér bollurnar með pylsusneiðunum sem
stóðu út úr þeim vera eins og munnur með lafandi tungu. Martín þótti
þetta fyndið, greip eina, opnaði og lokaði henni eins og hún væri munnur
og sagði með Kanahreim:
– Farðu varlega, Martín. Það er betra að eiga vini en óvini. Ókei?
Hann kastaði brauðbollunni í poll. Klukkan var orðin níu og ekki leng-
ur hægt að kaupa áfengi í búðunum þannig að við héldum á staðinn hans