Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 64

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 64
ROSARIO SANMIGUEL 64 Þennan dag var gangstéttin sem lá frá veitingastaðnum að bakkanum auð, engir Kanar og engir hermenn. Það var mjög heitt. Daunninn úr pollunum blandaðist hlandlyktinni sem lagði út af kránum. Í dyrunum á kabarettstað stóð maður sem hrópaði hástöfum og bauð fólki á sýningu, svo kallaði hann til mín væminni röddu. Ég leiddi hann hjá mér en ég var viss um að daginn eftir yrði hann kominn á veitingastaðinn til að ergja mig. Mér leist ekkert á þennan monthana. Hann var sífellt að bjóða mér í bíó, upp á bjór, að fara hingað og þangað; hann var í raun ömurlegur. Þar að auki var hann með skemmdar tennur, ekki eins og Martín með hvítar og beinar. Mónika! kallaði hann á eftir mér en ég flýtti mér leiðar minnar. Ég kom ekki auga á Martín og spurði hina strákana sem ferjuðu vað- fugla yfir um hann. Hann var rétt að fara yfir, sögðu þeir. Á þessum tíma dags voru sárafáir á bakkanum, allir eins og hálfdofnir. Ég kom mér fyrir undir brúnni. Til að hafa ofan af fyrir mér fór ég að horfa á skýin og byggingar borgarinnar sem blöstu við hinum megin. Þær voru háar – þetta voru glerturnar í mismunandi litum, grænum, bláum, gráum og svörtum. Ég var að sofna af umferðarniðnum þegar ég sá allt í einu Martín og einn af þeim grænu birtast milli vagnanna á stöðvarpallinum hinum megin við ána. Þeir virtust vera að þræta og lyftu handleggjunum eins og þeir ætluðu að slá hvor annan. Sá græni greip í öxlina á Martín og hristi hann. Allir hérna megin biðu spenntir eftir að sjá hvað gerðist. Martín losaði sig, smeygði sér í gegnum gatið á vírgirðingunni og hljóp niður eftir steyptum hallandi bakkanum. Gruggugt vatnið í ánni náði honum upp að mitti. Það var tekið að dimma. – Hvað ert þú að gera hérna? spurði hann æfur þegar hann kom nær. Ég svaraði ekki og vildi heldur bíða þar til hann róaðist. Við gengum í rykinu og ruslinu eftir bakkanum. Chicago Bulls-bolurinn hans var renn- blautur, að ekki sé minnst á buxurnar. Þegar fötin voru farin að þorna lögðum við leið okkar um Acaciagötu, með braslyktina sína eilífu og stétt- irnar fullar af krökkum. Við stoppuðum á götuhorni til að fá okkur brauð- bollur. Einhvern veginn fannst mér bollurnar með pylsusneiðunum sem stóðu út úr þeim vera eins og munnur með lafandi tungu. Martín þótti þetta fyndið, greip eina, opnaði og lokaði henni eins og hún væri munnur og sagði með Kanahreim: – Farðu varlega, Martín. Það er betra að eiga vini en óvini. Ókei? Hann kastaði brauðbollunni í poll. Klukkan var orðin níu og ekki leng- ur hægt að kaupa áfengi í búðunum þannig að við héldum á staðinn hans
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.