Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 155

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 155
KYNLÍFSPÍSLIR BESS Í BREAKING THE WAVES 155 út í skóginn þar sem hinir og þessir, bæði menn og dýr, biðja um að fá eitt- hvað af því sem hún er með, og hún gefur þeim smám saman allt sem hún á, meira að segja fötin utan af sér. En sagan endar vel: stelpan giftist prinsi í lokin enda er hún búin að sanna hversu góð hún er. Lesendur ævintýra geta oftast átt von á góðum endi. Góð og óeigingjörn stúlka á skilið að fá prinsinn, en vond og eigingjörn stúlka á hins vegar ekki skilið að fá neitt, nema – auðvitað – hryllilega refsingu. Til eru mörg dæmi um þetta, Öskubuska er aðeins eitt þeirra. En í Breaking the Waves fer ekki vel fyrir hinni góðu Bess. Bess sannar fyrir Guði og áhorfendum að hún er með gott hjarta og vill bjarga prinsi sínum – og svo deyr hún! Áhorfendur hafa aðrar væntingar til svona ævintýris, við verðum bæði vonsvikin, hissa, leið, og kannski jafnvel reið yfir dauða Bess. Tvö ævintýri eftir H.C. Andersen Til er frægt ævintýri eftir H.C. Andersen þar sem kvenhetjan fórnar lífi sínu fyrir sinn ástkæra, en það er „Den lille Havfrue“ („Litla hafmeyjan“) sem kom út árið 1837.17 Litla hafmeyjan þráir tvennt: að fá ódauðlega sál, sem haffólkið hefur ekki, og að giftast prinsinum sem hún bjargar úr óveðri á afmælisdegi þeirra beggja. Hún fórnar rödd sinni til að fá galdra- drykk hjá sænorninni, en af þeim sökum getur hún ekki sagt prinsinum að það var hún sem bjargaði lífi hans, en hann þráir einmitt að finna nákvæm- lega þessa prinsessu aftur. Líf hafmeyjunnar á jörðinni er endalaus þjáning: „Hvert skref, sem hún tók, var eins og að stíga á hvassa odda eða hnífa“, „það var sem beittir hnífar skæru í fíngerða fætur hennar“ („Hvert Skridt, hun gjorde, var [...] som om hun traadte paa spidse Syle og skarpe Knive“, bls. 83; „det skar som skarpe Knive i de fine Fødder“, bls. 86).18 Ef prins- inn kvænist annarri konu mun hafmeyjan deyja og verða að froðu á öldum hafsins. Prinsinn giftist í lok ævintýrisins stúlku sem hann heldur að hafi bjargað sér, og litla hafmeyjan veit að hún mun deyja við sólarupprás. En henni er gefið tækifæri til að lifa af: Systur hennar hafa gefið sænorninni så kaninen eller egernet siger, at hun har jo ingen kjole, gør det ikke noget. „Jeg klarer mig nok“, sagde Guldhjerte. – Til sidst var hun nøgen og havde ikke mere brød tilbage, fordi hun var så god, at hun havde givet det hele væk. Desværre manglede de sidste sider, så jeg ved ikke, hvordan den endte. Men den er i hvert fald filmens litterære forlæg.“ Þessa frásögn Triers er að finna hjá Schepelern, Lars von Triers elementer, bls. 215. 17 H.C. Andersen, „Den lille Havfrue“, Eventyr i Udvalg, útg. Hans Brix, København: Gyldendalske Boghandel, Nordisk forlag, 1918 [1837], bls. 68–89. 18 Allar þýðingar úr dönsku eru mínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.