Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 155
KYNLÍFSPÍSLIR BESS Í BREAKING THE WAVES
155
út í skóginn þar sem hinir og þessir, bæði menn og dýr, biðja um að fá eitt-
hvað af því sem hún er með, og hún gefur þeim smám saman allt sem hún
á, meira að segja fötin utan af sér. En sagan endar vel: stelpan giftist prinsi
í lokin enda er hún búin að sanna hversu góð hún er. Lesendur ævintýra
geta oftast átt von á góðum endi. Góð og óeigingjörn stúlka á skilið að fá
prinsinn, en vond og eigingjörn stúlka á hins vegar ekki skilið að fá neitt,
nema – auðvitað – hryllilega refsingu. Til eru mörg dæmi um þetta,
Öskubuska er aðeins eitt þeirra. En í Breaking the Waves fer ekki vel fyrir
hinni góðu Bess. Bess sannar fyrir Guði og áhorfendum að hún er með
gott hjarta og vill bjarga prinsi sínum – og svo deyr hún! Áhorfendur hafa
aðrar væntingar til svona ævintýris, við verðum bæði vonsvikin, hissa, leið,
og kannski jafnvel reið yfir dauða Bess.
Tvö ævintýri eftir H.C. Andersen
Til er frægt ævintýri eftir H.C. Andersen þar sem kvenhetjan fórnar lífi
sínu fyrir sinn ástkæra, en það er „Den lille Havfrue“ („Litla hafmeyjan“)
sem kom út árið 1837.17 Litla hafmeyjan þráir tvennt: að fá ódauðlega sál,
sem haffólkið hefur ekki, og að giftast prinsinum sem hún bjargar úr
óveðri á afmælisdegi þeirra beggja. Hún fórnar rödd sinni til að fá galdra-
drykk hjá sænorninni, en af þeim sökum getur hún ekki sagt prinsinum að
það var hún sem bjargaði lífi hans, en hann þráir einmitt að finna nákvæm-
lega þessa prinsessu aftur. Líf hafmeyjunnar á jörðinni er endalaus þjáning:
„Hvert skref, sem hún tók, var eins og að stíga á hvassa odda eða hnífa“,
„það var sem beittir hnífar skæru í fíngerða fætur hennar“ („Hvert Skridt,
hun gjorde, var [...] som om hun traadte paa spidse Syle og skarpe Knive“,
bls. 83; „det skar som skarpe Knive i de fine Fødder“, bls. 86).18 Ef prins-
inn kvænist annarri konu mun hafmeyjan deyja og verða að froðu á öldum
hafsins. Prinsinn giftist í lok ævintýrisins stúlku sem hann heldur að hafi
bjargað sér, og litla hafmeyjan veit að hún mun deyja við sólarupprás. En
henni er gefið tækifæri til að lifa af: Systur hennar hafa gefið sænorninni
så kaninen eller egernet siger, at hun har jo ingen kjole, gør det ikke noget. „Jeg
klarer mig nok“, sagde Guldhjerte. – Til sidst var hun nøgen og havde ikke mere
brød tilbage, fordi hun var så god, at hun havde givet det hele væk. Desværre
manglede de sidste sider, så jeg ved ikke, hvordan den endte. Men den er i hvert
fald filmens litterære forlæg.“ Þessa frásögn Triers er að finna hjá Schepelern, Lars
von Triers elementer, bls. 215.
17 H.C. Andersen, „Den lille Havfrue“, Eventyr i Udvalg, útg. Hans Brix, København:
Gyldendalske Boghandel, Nordisk forlag, 1918 [1837], bls. 68–89.
18 Allar þýðingar úr dönsku eru mínar.