Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 81
81
SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG
hins vegar áhrif innan kirkjunnar sem biskup og meðlimur rann sóknar-
réttarins. Þar að auki töldu biskupar og skriftafeður sig hafa óskorað vald
yfir nunnum á þessum tíma. Æðsti yfirmaður Sor Juönu, erkibiskupinn
Francisco Aguiar y Seijas, biskupinn af Puebla, Manuel Fernández de
Santa Cruz (sem notaði dulnefnið Sor Filotea) og fyrrum skriftafaðir
hennar, Núñez de Miranda, sameinuðust í því að krefja Sor Juönu um
undirgefni og þögn á opinberum vettvangi síðustu ár ævi hennar. Það voru
því valdamiklir menn kirkjunnar sem kröfðust þess að hún helgaði sig
trúboði á meðal heiðingja í nafni krúnu og kirkju, stundaði rétttrúnað og
hætti að tjá sig um guðfræðileg málefni.57 Þeir þoldu illa að Sor Juana
semdi ekki einungis kristileg ljóð heldur einnig veraldleg og jafnvel ástar-
ljóð. Það var hins vegar guðfræðileg gagnrýni hennar á predikun Vieira
sem gaf yfirmönnum hennar tækifæri til að þagga niður í henni.
Sor Juana var náinn vinur tveggja vísikónga og eiginkvenna þeirra.
Meðan þeirra naut við var hún ósnertanleg en þegar þau sneru aftur til
Spánar stóð hún berskjölduð andspænis valdi og afturhaldssemi yfirboðara
sinna.
Svarið
Svarið er skrifað í stíl barokktímans, skrautlegum og flóknum. Í Svarinu
blandar Sor Juana hinum persónulega stíl saman við málfar og aðferða-
fræði lögfræðinnar og mælskulistarinnar en leitar líka í fagurfræði og pre-
dikanir. Svarið er hlaðið vísunum í ýmsar áttir, ekki síst klassísk fræði
Grikkja og Rómverja. Það er í senn sendibréf, málsvörn, fræðileg ritgerð
og ævisöguleg.
Efni Svarsins og skilaboð eru óvenjuleg fyrir samtíma Sor Juönu enda
ekki algengt að nunnur stæðu í þrætum við yfirboðara sína. Orðfærið er
einkar hátíðlegt og útflúrað ýmsum kurteisisávörpum en þar í gegn skín
hárbeitt ádeila á sjónarmið sem koma fram hjá prestunum og biskupunum
sem hefta vildu tjáningarfrelsi hennar. Upphaf Svarsins er gott dæmi um
þetta:
Æruverðuga frú, mín frú. Það er ekki viljaleysi heldur bágborin
heilsa mín og réttmætur ótti sem hafa tafið svar mitt í svo langan
tíma. Margt var það sem hindraði stirðan penna minn en tvennt
óyfirstíganlegt. Hið fyrsta (og það erfiðasta fyrir mig) var að
57 Electra Arenal og Amanda Powell, „Introduction“, The Answer/La respuesta, bls.
5–6.