Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 118
118
PETER HallwaRd
tilraunin var gerð áður en mánuður var liðinn frá kosningunum, en mikill
fjöldi fólks snerist til varnar og kæfði valdaránið í fæðingu. Svigrúm Aris-
tides til aðgerða var takmarkað af þeim sökum að FNCD var í minnihluta
á löggjafarþinginu auk þess sem stjórnsýsla ríkisins og dómskerfið voru að
hruni komin. Þar við bættist að makútarnir fóru um með ránum og grip-
deildum og það eina sem hélt þeim í skefjum var sú hætta að alþýða manna
í fátækrahverfunum risi upp. Þó að Aristide sé hæfileikaríkur alþýðuleið-
togi reyndist honum erfitt að skapa samstöðu í þinginu og ná tökum á
stofnunum ríkisins. Eftir valdatökuna fór Aristide að öllu með gát en talaði
þó eftir sem áður um róttæka endurúthlutun samfélagslegra gæða. Hann
ávann sér stuðning alþjóðaleiðtoga með því að ná fram hallalausum ríkis-
rekstri og taka á spillingu í stjórnsýslunni. Að öðru leyti lét hann sér nægja
að koma á hægfara umbótum í landbúnaði og menntakerfi og skipa nefnd
sem rannsaka skyldi manndráp undanfarinna fimm ára sem farið höfðu
fram utan dóms og laga.
En jafnvel þessi varfærnu skref gengu fram af forréttindastéttinni. Í
september 1991, aðeins sjö mánuðum eftir að Aristide tók við, sölsaði her-
inn undir sig völdin að nýju og herforingjaklíka Cédras hershöfðingja sett-
ist á valdastól. Þá tók við þriggja ára ógnarstjórn hersins sem leitaðist við
að uppræta tengslanet Lavalas-hreyfingarinnar í fátækrahverfunum; um
5.000 stuðningsmenn Lavalas voru drepnir. Ruðst var inn í kirkjur og
félagsmiðstöðvar og predikarar og leiðtogar myrtir. Í september 1993
drápu ribbaldar undir stjórn Louis Jodels Chamblain, sem hlotið hafði
þjálfun hjá CIA, lýðræðissinnann Antoine Izméry, lykilmann úr hópi
bandamanna Aristides. Í apríl 1994 slátruðu málaliðar undir stjórn Jeans
Tatoune, sem einnig var ættaður úr smiðju CIA, fjöldanum öllum af
óbreytt um borgurum í bænum Gonaïves, en sá atburður varð síðan þekkt-
ur undir nafninu Raboteau-fjöldamorðin.
Meðan þessu fór fram leiddi viðskiptabannið sem sett hafði verið á
stjórn Cédras (reyndar með fjölmörgum undanþágum) til þess að nær-
ingar skortur breiddist út meðal íbúanna. Fólk freistaði þess að flýja til
Bandaríkjanna í stríðum straumum. Aristide, sem var í útlegð í Washington,
reyndi að afla stuðnings meðal diplómata. Bush forseti, sá fyrri, kaus að
daufheyrast við tilburðum Aristides, enda var hann andsnúinn markmið-
um hans og óttaðist þar að auki annað Íran-Contra-hneyksli. Clinton var
aftur á móti hliðhollari Aristide og taldi „verkefnið gerlegt og afmarkað“.
Vel heppnuð hernaðaríhlutun á Haítí yrði til þess að bæta fyrir skaðann