Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 69
69
Kristín I. Pálsdóttir
Sor Juana svarar fyrir sig
Skáld, fræðikona og femínisti á 17. öld
Rithöfundurinn, fræðikonan og nunnan Sor Juana Inés de la Cruz1 er eitt
af höfuðskáldum nýlendutímans í Mexíkó.2 Á meðal verka Sor Juönu er
bréf sem kallast Svar til systur Filoteu af Krossi og er skrifað til þá verandi
biskups af Puebla.3 Í Svarinu heldur Sor Juana uppi vörnum fyrir tján-
ingarfrelsi kvenna og rétt þeirra til að afla sér þekkingar. Því hefur hún
verið kölluð fyrsti femínistinn4 í Nýja heiminum en Svarið varð þekkt í
byrjun 20. aldar sem „yfirlýsing um vitsmunafrelsi kvenna í Ameríku“.5
Kvennaguðfræðingar líta einnig á hana sem fyrsta kvennaguðfræðing
Ameríku.6 Svarið er merkur vitnisburður um persónulegar skoðanir Sor
Juönu og þar rekur hún vitsmunalega þroskasögu sína, svarar biskupnum
af Puebla og rökræðir túlkanir á orðum Páls postula um að konur eigi að
þegja í kirkjum.
Sögulegt samhengi
Spænska nýlendan Nýi Spánn7 var um það bil 120 ára þegar Sor Juana
fæddist, um miðja 17. öld. Mexíkóborg var aðsetur vísikóngsins og höfuð-
1 Sor þýðir systir á spænsku og er notað sem forskeyti við nöfn nunna. Ekki er hefð
fyrir því að þýða sor og er hún yfirleitt kölluð Sor Juana í enskum þýðingum. Hér
verður nafn hennar Juana beygt samkvæmt íslensku beygingarkerfi. Ólafur J.
Engilbertsson þýðir nafn hennar sem systir Jóhanna Agnes af Krossi í þýðingu á
bók Octavios Paz, Völundarhús einsemdarinnar (1993).
2 Það landsvæði sem nú heitir Mexíkó tilheyrði þá nýlendunni Nýja Spáni.
3 Á spænsku heitir bréfið La respuesta a Sor Filotea de la Cruz. Filotea þýðir „sú sem
elskar guð“.
4 Dorothy Schons, „The First Feminist in the New World“, Equal Rights, 31.
október 1925.
5 Electra Arenal og Amanda Powell, „Preface“, The Answer/La respuesta, New York:
The Feminist Press, 1994, bls. vii–x, hér bls. vii.
6 Gloria Ines Loya, „Considering the sources/fuentes for a Hispanic feminist theo-
logy“, Theology Today, 4/1998, bls. 491–498, hér bls. 492.
7 Nýi Spánn náði yfir það svæði sem nú kallast Mið-Ameríka, Mexíkó, suð-vesturríki
Ritið 1/2009, bls. 69–91