Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Blaðsíða 34
34
ungurinn er meðvitaður um alla anga villunnar og telur sig þannig færan
um að berjast gegn henni; hún getur hins vegar snúist í höndunum á
honum hvenær sem er og hann heillast af því sem hann berst við. En
sögulega persónan Filippus II. var alla ævi sína upptekinn við að ofsækja
það sem hann nefndi villutrú, eða eins og haft er eftir honum: „Það er
hvorki ætlun mín né löngun að ríkja yfir villufólki“.13 Með því að láta
Filippus II. kvænast Elísabetu Englandsdrottningu má sjá hvernig Fuentes
þjappar sögulegum atburðum saman í Terra nostra og færir þá um leið í
víðtækara samhengi, það er gerir þá bæði persónulega og táknræna.
Annað sagnfræðilegt dæmi bókarinnar felur í sér leiðréttingu Fuentesar
á almennri söguskoðun. Árið 1521 í Villalar á Spáni kæfði spænska kon-
ungsvaldið fyrstu byltingartilraun borgarastéttarinnar í Evrópu. Þessi
byltingartilraun hefur að mati Fuentesar verið mistúlkuð sem aðalsupp-
reisn og það vill hann leiðrétta.14 Þetta kemur einkum fram í kaflanum
„Uppreisnin“.15 Þarna telur hann nútímann hafa verið í burðarliðnum en
að konungsvaldið hafi kæft hann í fæðingu. Þessi valdníðsla kórónaðist svo
í gagnsiðbótinni samkvæmt þessari söguskoðun. Konungsvaldið og gagn-
siðbótin urðu stór þáttur í arfi Rómönsku Ameríku. Hinn latneski titill
bókarinnar gæti vísað til þeirrar skoðunar Fuentesar að Spánn og Róm-
anska Ameríka hvíli enn undir fargi gagnsiðbótarinnar með sína þvinguðu
miðaldaheimsmynd. Þess ber að minnast að Fuentes skrifaði Terra nostra
fyrir dauða Francos á Spáni (1975) meðan Spánn var enn undir hæl ein-
ræðisherrans.
Næst má benda á goðsöguleg efnistök bókarinnar. Nærtækast í því efni
er að skoða túlkun Fuentesar á landafundunum í öðrum hluta bókarinnar
(„Nýi heimurinn“), það er sögunni um endurkomu Quetzalcóatl sem
Astekar höfðu svo sterklega í huga við komu Spánverja. Eins og flestum er
kunnugt er saga landafundanna ofbeldisfull saga umturnunar. Með því að
segja söguna upp á nýtt frá sjónarhorni hinnar fornu heimsmyndar frum-
byggja Ameríku gerir Fuentes eins konar bragarbót á einhæfri sögu landa-
fundanna og skapar virðingu fyrir þeim sem fyrir voru en það er ekki þar
með sagt að þessi hluti bókarinnar sé lofgjörð um heimsmynd þeirra.
Hann reynir frekar að sjá möguleika á frjóum samslætti ólíkra menningar-
13 Geoffrey Woodward, Philip II, London: Longman, 1992, bls. 51.
14 Carlos Fuentes, Cervantes o la crítica de la lectura, México, D.F.: Joaquín Mortiz,
1976, bls. 53–65.
15 Carlos Fuentes, Terra nostra, bls. 633–656.
JÓN THORODDSEN