Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 34

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 34
34 ungurinn er meðvitaður um alla anga villunnar og telur sig þannig færan um að berjast gegn henni; hún getur hins vegar snúist í höndunum á honum hvenær sem er og hann heillast af því sem hann berst við. En sögulega persónan Filippus II. var alla ævi sína upptekinn við að ofsækja það sem hann nefndi villutrú, eða eins og haft er eftir honum: „Það er hvorki ætlun mín né löngun að ríkja yfir villufólki“.13 Með því að láta Filippus II. kvænast Elísabetu Englandsdrottningu má sjá hvernig Fuentes þjappar sögulegum atburðum saman í Terra nostra og færir þá um leið í víðtækara samhengi, það er gerir þá bæði persónulega og táknræna. Annað sagnfræðilegt dæmi bókarinnar felur í sér leiðréttingu Fuentesar á almennri söguskoðun. Árið 1521 í Villalar á Spáni kæfði spænska kon- ungsvaldið fyrstu byltingartilraun borgarastéttarinnar í Evrópu. Þessi byltingartilraun hefur að mati Fuentesar verið mistúlkuð sem aðalsupp- reisn og það vill hann leiðrétta.14 Þetta kemur einkum fram í kaflanum „Uppreisnin“.15 Þarna telur hann nútímann hafa verið í burðarliðnum en að konungsvaldið hafi kæft hann í fæðingu. Þessi valdníðsla kórónaðist svo í gagnsiðbótinni samkvæmt þessari söguskoðun. Konungsvaldið og gagn- siðbótin urðu stór þáttur í arfi Rómönsku Ameríku. Hinn latneski titill bókarinnar gæti vísað til þeirrar skoðunar Fuentesar að Spánn og Róm- anska Ameríka hvíli enn undir fargi gagnsiðbótarinnar með sína þvinguðu miðaldaheimsmynd. Þess ber að minnast að Fuentes skrifaði Terra nostra fyrir dauða Francos á Spáni (1975) meðan Spánn var enn undir hæl ein- ræðisherrans. Næst má benda á goðsöguleg efnistök bókarinnar. Nærtækast í því efni er að skoða túlkun Fuentesar á landafundunum í öðrum hluta bókarinnar („Nýi heimurinn“), það er sögunni um endurkomu Quetzalcóatl sem Astekar höfðu svo sterklega í huga við komu Spánverja. Eins og flestum er kunnugt er saga landafundanna ofbeldisfull saga umturnunar. Með því að segja söguna upp á nýtt frá sjónarhorni hinnar fornu heimsmyndar frum- byggja Ameríku gerir Fuentes eins konar bragarbót á einhæfri sögu landa- fundanna og skapar virðingu fyrir þeim sem fyrir voru en það er ekki þar með sagt að þessi hluti bókarinnar sé lofgjörð um heimsmynd þeirra. Hann reynir frekar að sjá möguleika á frjóum samslætti ólíkra menningar- 13 Geoffrey Woodward, Philip II, London: Longman, 1992, bls. 51. 14 Carlos Fuentes, Cervantes o la crítica de la lectura, México, D.F.: Joaquín Mortiz, 1976, bls. 53–65. 15 Carlos Fuentes, Terra nostra, bls. 633–656. JÓN THORODDSEN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.