Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Qupperneq 183
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR
183
Meckls á Frelsinu. Annars vegar leiðir Mill skaðaregluna6 ekki af hinu
„besta mögulega“ samfélagi. Hún stendur einfaldlega vörð um rétt og
hagsmuni annarra einstaklinga. Hins vegar er skaðareglan túlkuð of vítt
þegar hún er skilin með hliðsjón af því að valda samfélaginu skaða, svo ekki
sé minnst á hið „besta mögulega“ samfélag.7 Tilvísunin í Frelsið sem Meckl
vísar á máli sínu til stuðnings (126–127, nmgr. 14) sýnir þetta raunar
glöggt. Meckl hefur að vísu fellt burt svohljóðandi skýringardæmi úr miðri
tilvitnuninni:
Sú skoðun, að kornkaupmenn svelti fátæklinga eða einkaeign
sé rán, ætti að vera óáreitt, þegar henni er haldið fram í blöð-
um. En sama skoðun getur verið refsiverð, sé hún flutt æstum
múgi, sem hópazt hefur fyrir dyrum kornkaupmanns, eða henni
dreift í flugritum meðal múgsins. Hver sá verknaður, sem veldur
öðrum tjóni að ósekju, getur þurft aðhald almenningsálitsins.8
Dæmi Mills sýnir einmitt að ekki er nægilegt að vísa til hugsanlegs sam-
félagsskaða þegar endimörk einstaklingsfrelsis eru ákvörðuð, heldur er
beinlínis gerð krafa um að umræddur (prent)verknaður valdi einhverjum
beinu „tjóni að ósekju“. Skoðanir geta þannig, að mati Mills, „glatað frið-
helgi sinni, ef aðstæður valda því, að birting þeirra hvetji beinlínis til ódæðis-
verka“.9 Einungis þá komi skerðing skoðanafrelsis til álita. Ekki nægi að
benda á að samfélag kornkaupmanna beri einhvern óljósan, ótilgreindan
skaða sé umrædd skoðun birt í blöðum – svo ekki sé minnst á skaða sem
unnin er gegn „besta mögulega“ samfélaginu – heldur verður að vera hægt
að benda á tiltekinn, eða líklegan, skaða unninn öðrum (e. harm to others).
6 Mill notar ekki orðið „skaðaregla“ (e. harm-principle) en hann ræðir um skaða í
þessu samhengi. Frelsisregla Mills kveður annars vegar á um að einstaklingurinn
beri „enga ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem varða
einungis hann sjálfan“ og hins vegar að einstaklingurinn beri „ábyrgð gagnvart
samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem skaða hagsmuni annarra“. John Stuart
Mill, Frelsið, bls. 168, 169. Segja má að reglan eða lögmálið feli annars vegar í sér
frelsisvernd og hins vegar skaðareglu.
7 Mill gefur ímynduðum eða a.m.k. ónafngreindum andmælendum iðulega orðið
í Frelsinu. Þeir benda m.a. á að það sé ábyrgðarleysi og heigulsháttur að „leyfa
kenningum að vaða uppi, sem menn telja í allri einlægni hættulegar velferð
mannkynsins, í þessu lífi eða öðru“. John Stuart Mill, Frelsið, bls. 57. Mill hafnar
þessum rökum.
8 John Stuart Mill, Frelsið, bls. 111−112.
9 John Stuart Mill, Frelsið, bls. 111, leturbreyting mín.