Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 119

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 119
119 NÚLLSTILLING Á H A ÍTÍ sem orðið hafði í Sómalíu, og endurkoma Aristides myndi draga úr flótta- mannastraumnum. Skilyrði Bandaríkjamanna voru hins vegar óhófleg. Aristide varð að fallast á að veita valdaræningjunum sakaruppgjöf og draga þannig fjöður yfir morðin á þúsundum fylgismanna sinna. Hann varð að fallast á að kjörtímabili hans sem forseta Haítí lyki árið 1995, rétt eins og hann hefði setið samfellt í embætti. Hann varð að deila völdum með þeim andstæðingum sínum sem hann hafði unnið sannfærandi sigur á árið 1990, og gera megnið af íhaldssamri stefnu þeirra að sinni; síðast en ekki síst var þess krafist að hann fylgdi harkalegri kerfisbreytingaráætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Vitaskuld var Aristide fullljóst hver pólitískur kostnaður kerfisbreyting- arinnar yrði; nýjasta bók hans, sem fjallar um óréttlátar afleiðingar hnatt- væðingarinnar, er í meginatriðum samhljóða ræðum hans frá lokum 9. áratugarins.12 Spurningin sem tók að skipta Lavalas-hreyfingunni í fylk- ingar á miðjum 10. áratugnum var einfaldlega þessi: hvers konar andóf gegn markmiðum Bandaríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var raun- hæft og fýsilegt? Meira að segja þeir sem gagnrýndu „alræðistilhneigingu“ Aristides, svo sem Christophe Wargny, töldu að „engin ríkisstjórn geti lifað af á Haítí án stuðnings Bandaríkjamanna“.13 Eins og útsendari SÞ, Lakhdar Brahimi – sem er önnum kafinn í Bagdad þegar þessi grein er rituð – orðaði það blákalt í útvarpi á Haítí árið 1996, þá kom aldrei til greina að Bandaríkin eða SÞ létu viðgangast svo mikið sem takmarkaðar tilraunir til að ganga á einokun forréttindastéttarinnar á efnahagslegu valdi.14 Við þessar aðstæður taldi hin nýja ríkisstjórn Aristides lítið svigrúm til aðgerða. Arftaki Aristides, René Préval, sem hlaut 87% atkvæða í for- setakosningunum 1995 (að vísu við dræma kjörsókn), mátti kljást við enn erfiðari stöðu. Tilraunir forsætisráðherra Prévals, Rosnys Smarth, til að koma hinni óvinsælu áætlun AGS í gegnum þingið ollu því að Lavalas-bandalagið klofn aði endanlega, bæði innan þings og í landinu sjálfu. Stjórnmálamenn sem helst felldu sig við forgangsatriði Bandaríkjastjórnar og gengu lengst í 12 Aristide, Eyes of the Heart: Seeking a Path for the Poor in the Age of Globalization, Monroe 2000. 13 Wargny, Le Monde, 23. febrúar 2004; og Haïti n’existe pas, París 2004. 14 Brahimi bætti því við að forréttindastéttin „mætti vita tvennt: að breytingar á þjóðfélaginu séu óhjákvæmilegar, en að hvað hugmyndafræði og efnahagslíf snerti ætti hún vísa samúð Stóra bróður, þ.e. kapítalismans“. Sjá tilvitnun í Haiti Briefing, 25. september 1997.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.