Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 107

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 107
107 HUGO CHÁVEZ – HINN STERKI MAÐUR á einhvern hátt gamla tveggja flokka kerfinu. Þrátt fyrir sameiginleg mark- mið um að verja hagsmuni sína hefur samstaða innan þessa hóps ekki alltaf verið nægjanleg og fyrir vikið hefur stjórnarandstaðan allt fram til þessa verið heldur kraftlaus. Í skýrslu sem unnin var af Human Rights Watch og kom út í september 2008 er fjallað um þessar tvær fylkingar og hvernig þær etja kappi í land- inu.27 Þar kemur meðal annars fram að andstæðingar forsetans telji að yfirvöld reyni á allan hátt að koma í veg fyrir rit- og málfrelsi fjölmiðla, enda séu þeir oft sjálfir eigendur miðlanna. Jafnframt benda þeir á að yfir- völd reyni að koma á ríkisreknum fjölmiðlum sem nota eigi í áróðursskyni. Hins vegar kemur fram í skýrslunni að þeir sem eru hliðhollir forsetanum telji nauðsynlegt að ríkið hafi afskipti af fjölmiðlaheiminum því einkarekn- ar sjónvarpsstöðvar og prentmiðlar séu tengd gömlu yfirstéttinni sem noti miðlana í pólitískum tilgangi til að viðhalda gömlum samfélagsháttum. Ganga þeir jafnvel svo langt að segja að slíkt hafi verið uppi á teningnum þegar hin misheppnaða stjórnarbylting átti sér stað árið 2002. Þeir telja meðal annars að fjölmiðlar hafi staðið þar að baki. Þegar þetta er skrifað hefur Chávez verið að auka og herða á miðstjórn- arvaldi sínu og hefur ákveðið að ríkið skuli hafa umsjón með öllum helstu höfnum, flugvöllum og vegum, sem áður voru undir stjórn sveitarfélaga. Hefur þetta síst orðið til að draga úr gagnrýni á Chávez og hefur verið bent á að þetta kunni að vera enn einn liðurinn í að veikja stjórnarandstöð- una í landinu þar sem hún hefur undanfarið unnið kosningasigra í ákveðn- um sveitafélögum. Til að mynda sigraði Antonio Ledezma, úr stjórnarand- stöðunni, í borgarstjórnarkosningum í Caracas í lok árs 2008, en það embætti var áður talið annað valdamesta embætti landsins, á eftir forseta- embættinu. Borgarstjóraembættið hefur hins vegar verið veikt það sem af er þessu ári, þar sem fjárframlög til embættisins hafa runnið til annarra stofnana sem eru hliðhollar forsetanum. Embættið stýrir því ekki lengur hefð- bundnum málaflokkum eins og skólum, spítölum, samgöngum og lög- gæslu. Svo langt var gengið á embættið að á ákveðnu tímabili voru skrif- stofur borgarstjórans teknar yfir af fylgismönnum forsetans. Í júní á þessu ári vakti borgarstjórinn athygli á ástandinu með nokkuð óvenjulegum 27 Human Rights Watch, „A decade under Chávez“, 22. sept. 2008, http://www.hrw. org/en/node/64174/section/5.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.