Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 120

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Page 120
120 PETER HallwaRd gagnrýni sinni á það sem þeir kölluðu valdboðsaðferð Aristides, þjöppuðu sér bak við keppinaut hans Gérard Pierre-Charles og stofnuðu „hófsam- ari“ fylkingu sem tók sér nafnið Organisation du Peuple en Lutte (OPL). Á síðari hluta ársins 1996 hófst Aristide handa við að mynda heildstæðan flokk fylgismanna sinna, Fanmi Lavalas (Lavalas-fjölskylduna), sem naut góðs af persónufylgi Aristides meðal hinna fátæku. Klofningurinn milli OPL og FL varð brátt afgerandi, lamaði löggjafarvaldið og kom í veg fyrir skipun nýs forsætisráðherra eða fullskipaðrar ríkisstjórnar eftir að Smarth sagði af sér 1997.15 Préval losaði að lokum stjórnkerfið úr sjálfheldu þegar hann leysti upp þingið árið 1999 og eftir nokkrar tafir voru kosningar haldnar í maí 2000. Hnattvæðingin kemur til Haítí Eins og við mátti búast fól lækning AGS á gríðarlegri fátækt á Haítí í sér frekari lækkun launa, sem þó voru komin niður að hungurmörkum, einka- væðingu opinbera geirans, endurskipulagningu á framleiðslu í þágu afurða sem njóta hylli í bandarískum súpermörkuðum og niðurfellingu innflutn- ingsgjalda. Niðurfellingin var auðveldust í framkvæmd og fyrst til að hafa áhrif. Þegar innflutningsgjöld á hrísgrjónum lækkuðu úr 50% niður í 3%, eins og AGS gerði kröfu um, flæddu niðurgreidd bandarísk grjón inn í Haítí – en landið hafði fram að því verið sjálfu sér nægt í hrísgrjónafram- leiðslu – og innflutningur á hrísgrjónum jókst úr aðeins 7.000 tonnum árið 1985 í 220.000 tonn árið 2002. Hrísgrjónarækt í landinu er nú lítil sem engin.16 Svipuð atburðarás gerði út af við alifuglaframleiðsluna á Haítí og kostaði um 10.000 manns vinnuna. Bændur á Haítí hafa tilhneigingu til að tengja þessa þróun mála við þann þátt í vægðarlausum inngripum alþjóða- samfélagsins í málefni landsins sem vakið hefur mesta biturð og andúð – þegar svínum á Haítí var útrýmt árið 1982 til að sefa ótta bandarískra inn- flytjenda við svínaflensu sem kom upp í landinu. Í kjölfarið voru flutt inn svín frá Iowa sem útheimta ívið betri lífsskilyrði en flestir mennskir íbúar landsins eiga að fagna. Ofantaldar „efnahagsumbætur“, og aðrar í svipuðum dúr, leiddu til þess að hlutur landbúnaðar í vergri landsframleiðslu lækkaði úr um 50% undir lok áttunda áratugarins niður í aðeins 25% undir lok þess tíunda. Kerfisbreytingin átti að bæta upp hrun landbúnaðarins með því að efla 15 Sjá Kim Ives í Haïti Progrès, 12. mars 2003 og 27. nóvember 2002. 16 Oxfam, Trade Blues, maí 2002.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.