Skírnir - 01.04.1999, Side 218
212
ITAMAR EVEN-ZOHAR
SKÍRNIR
Fyrsta stóra vandamálið snýr að frumtextanum. Ritstjórarnir gera sér
ljósa grein fyrir hversu flókið vandamál er hér á ferð og hafa reynt að
leysa það með því að nota þá útgáfu hverrar sögu sem þeim sýnist henta
best frá sínu sjónarhorni. Meðal íslenskra textafræðinga hefur löngum
viðgengist að endurgera upphaflegan texta fornsagna. Með hliðsjón af
því mætti segja að það væri tilgangslaust fyrir útlendinga að lesa sögurn-
ar í öðrum útgáfum en þeim sem Islendingar sjálfir þekkja. Þangað til
þessi venja breytist á Islandi (sem ég vona að hún geri að lokum) geta
þýðingar því ekki fylgt öðrum textum en þeim sem viðteknir eru á Is-
landi. Eg hefði engu að síður viljað að þetta efni væri rætt á opinskárri
hátt og það útskýrt fyrir enskumælandi lesendum. Einnig hefði þurft að
gera nokkra grein fyrir þeim mun sem er á einstökum útgáfum, til dæmis
í eftirmála með þeim sögum þar sem þetta skiptir mestu máli. Þyngra
vegur þó að þýðendurnir, einkum þýðendur þeirra texta þar sem þetta
skiptir mestu máli, hefðu átt að gera sér betri grein fyrir vandamálinu.
Að fela vandamálið getur, þvert á ætlun ritstjóranna, leitt til þess að
lesandinn fái villandi upplýsingar. Sem dæmi má taka að í inngangsorð-
um að Njáls sögu segir að þýðingin fylgi útgáfu Islenzkra fornrita sem
„byggi á fjórtándu aldar handritinu Möðruvallabók". Slík staðhæfing á
ekki heima í jafn metnaðarfullri útgáfu og The Complete Sagas of
Icelanders árið 1997, þar sem allir meðlimir ritstjórnarinnar vita fullvel
að Einar Ólafur Sveinsson fór frjálslega með texta Möðruvallabókar í út-
gáfu sinni og víkur gjarnan frá honum á afdrífaríkan hátt, oft og iðulega
án þess að geta þess sérstaklega. Því miður, að minnsta kosti að mínu
mati, verður hin nýja enska þýðing Njáls sögu, þrátt fyrir marga kosti og
dirfsku, afar nútímalegur endurgerður texti sem hefur ýmsa annmarka.
Blind hlýðni við útgáfu sem byggð er á nútímalegum túlkunum getur að
óþörfu og ósekju truflað þýðandann. I Njáls sögu fylgir þýðandinn
gagnrýnislaust þeirri skýringu að „seinni hluti vísunnar" sem Skarphéð-
inn á að hafa kveðið „eftir dauða sinn“ (130. kafli) „hafi ekki verið
skýrður að fullu“ og ákveður þar af leiðandi einfaldlega að sleppa hon-
um (sú lærða athugasemd að vísuhelmingurinn „falli ekki alveg að sam-
henginu“ er algerlega óviðeigandi). Vísan er reyndar óljós, en samt hefði
átt að þýða hana. Hvernig og hvers vegna vonast ég til að útskýra í sér-
stakri grein síðar.
Annað vandamál, og augljóslega það stærsta, er þýðingin sjálf. Þrátt
fyrir að mikið framfaraskref hafi verið stigið, og fyrir það eiga aðstand-
endur verksins hrós skilið, er ennþá margt sem betur má fara. Misræmið
milli frumtextans og ensku gerðanna er víða umtalsvert. A hinn bóginn
eru takmörk fyrir því sem jafnvel hópur velviljaðra íslenskra ritstjóra og
samviskusamra þýðenda getur gert. Vandamálið felst í sjálfu eðli verk-
efnisins annars vegar og ástandi enskrar bókmenntahefðar hins vegar. í
gamalli grein minni („The Position of Translated Literature within the
Literary Polysystem", endurútgefin í Polysystem Studies, 1990, s. 27-44)