Skírnir - 01.04.1999, Qupperneq 236
230
GAUTI KRISTMANNSSON
SKlRNIR
ana sem stýrir þýðingunni" (163). Hér er komið að mikilvægu atriði í
menningarfræðilegum þætti þýðinga, því þýðingar flytja miklu meira en
orð og texta milli menningarheima. Eins og málvísindamenn, bók-
mennta- og menningarfræðingar hafa komist að við textarannsóknir,
einkum þær sem snúast um textategundir og form þeirra, gilda oft mis-
munandi stigveldi merkingar- og menningarþátta í textum. Ástráður
bendir á að ,,[þ]egar verkið er flutt úr einum menningarheimi í annan
raskast þetta kerfi og nýtt stigveldi verður til“ (163). Hér er vísast kom-
inn hinn frjói þáttur samanburðarrýni í þýðingum, því slík röskun varp-
ar ævinlega ljósi á samfélag textanna sem verið er að bera saman,
hugmyndafræði þess og hefðir.
Tveir síðustu kaflar bókarinnar, „Tveir textar, þrír textar“ og „Hvar
eiga þýðingar heima?“, eru þeir umfangsmestu og í þeim fjallar Ástráður
um hlutverk og stöðu þýðinga frá heimspekilegu og sögulegu sjónar-
horni. Með hugleiðingum um „þriðja textann“, eða það sem lesandinn
gerir við hinn þýdda texta, beinir hann athygli að einu mikilvægasta við-
fangsefni þýðingafræða á síðari árum. Kröfur um sýnileika og ósýnileika
þýðinga undirstrika þá þversögn eða þær andstæður sem einkenna þessa
orðræðu. Dæmi um kvikmyndaþýðingar sýnir þetta vel því segja má að
textategundirnar skjátexti og „taltexti”, sem báðar hafa þann tilgang að
miðla útlendu kvikmyndaverki til áhorfenda, séu að miklu leyti and-
stæður. Skjátextarnir eru öllum sýnileg þýðing en markmiðið með tal-
setningu á hinum stóru málsvæðum Evrópu er að færa áhorfendum
„ósýnilega", ómeðvitaða þýðingu og telja þeim trú um að þeir séu að
heyra frumtexta. Þetta er samt ekki svona einfalt, eins og hugmynd Ást-
ráðs um þriðja texta lesandans sýnir best, því þýðingar talsettra kvik-
mynda eru t.a.m. í Þýskalandi hlaðnar tökuorðum frumtextans til að
undirstrika hinn útlenda (bandaríska) uppruna hans. Þannig er þýðing
sem á að vera „ósýnileg" gerð sýnileg, hugsanlega vegna hins mikla álits
sem neytendur hafa á bandarískri menningu. Þessi vísvitandi notkun
tökuorða tekur þannig mið af hinum „þriðja“ texta viðtakendanna. Sama
má reyndar segja um skjátexta í Danmörku sem eru fullir af enskum
tökuorðum og verða kannski enn „sýnilegri" fyrir bragðið. Hér skyldi
maður hins vegar ekki gleyma stigveldisskipan menningarþáttanna sem
fyrr var nefnd, því sumsstaðar, t.d. á Islandi og í Frakklandi, er hart
barist gegn tökuorðum í kvikmyndaþýðingum (sem og annars staðar) og
undirstrikar vitanlega þann háa sess sem tungumálið hefur í báðum sam-
félögunum. Hvort viðtakendurnir verði fyrir eitthvað minni áhrifum
bandarískrar menningar fyrir þær sakir skal látið liggja milli hluta.
Hugleiðingar um „þriðja" textann leiða næstum sjálfkrafa til hugleið-
inga um mörkin milli menningarheima. Á þeirri leið fer Ástráður yfir
kenningar Goethes um „þýðingaskeiðin“ þrjú, sem einkennast af
mismunandi aðferðum þýðenda og um leið afstöðu einstaklinga og sam-
félags til þeirra aðferða. „Fyrsta" stig þessara lausna hjá Goethe eru