Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 7
BENEDIKT SIGURÐSSON
Kormákur Erlendsson og nokkur ljóð eftir hann
Kormákur Erlendsson var fæddur 16.
nóvember 1916 og dó 26. apríl 1982.
Hann ólst upp á Eiðum, fluttist þangað
á barnsaldri með foreldrum sínum,
Þóru Stefánsdóttur og Erlendi Þor-
steinssyni, tilraunastjóra í Gróðrar-
stöðinni á Eiðum. Starfsemi stöðvar-
innar var hætt 1943 og tveim árum
seinna fluttist fjölskyldan að Egils-
stöðum. Þá var verið að undirbúa að
þar risi byggðamiðstöð Fljótsdalshér-
aðs. Erlendur var þá farinn að heilsu
og kom það mest á Kormák, sem var
elstur systkinanna, að reisa hús yfir
fjölskylduna. Var það eitt af þrem fyrstu húsunum, sem byggð voru í
þorpinu. Kormákur vann mest einn að húsbyggingunni og ræktaði síðan
fallegan trjágróður á lóðinni. I þessu húsi átti hann síðan heima til
æviloka. Lengst af bjó þar vandafólk hans, foreldrar, systkini og systur-
börn. Atli Vilbergsson, systursonur Kormáks og einskonar fóstursonur,
bjó alltaf hjá honum, þótt foreldrar hans flyttu í eigið hús örskammt frá.
Atli fórst í bílslysi við Víðidalsárbrú í Jökuldalsheiði sumarið 1978,
aðeins 24 ára gamall. Eftir það bjó Kormákur oftast einn. Gott samband
var milli hans og systkina hans, Soffíu og Steinþórs, og honum þótti
vænt um börn þeirra og fylgdist af áhuga með þroska þeirra.
Kormákur var alla ævi „landlaus og sjólaus verkamaður", eins og
hann orðaði það sjálfur. Frá fermingaraldri fram á þrítugsaldur var
hann flest sumur í vegavinnu, en stundaði eftir það mest byggingar-
vinnu. Nokkur vor vann hann við skógrækt á Hallormsstað. Fáeina
Kormákur ErlencLsson