Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 12
10
MÚLAÞING
og stökkva niður fjall vorsins
með lensu sólarinnar í hryggnum,
æða gegnum blómskrúð vorsins
í sólsetursátt.
Og ég hef dansað í vorinu
minn eigin vordans.
Eg vildi vera drengur á vori
og slá kastanéttur vorsins,
ganga mig upp með læknum
og drekka í mig söng steinanna.
Pilturinn í grænni skyrtu
með glampandi rýting við belti
sem dansar á enginu,
hver er hann?
Kannske svipur frá liðnum öldum,
kannske niðji axarinnar og hnífsins,
kannske ættingi árinnar og þjóðvegarins.
Hann dansar einn
eftir óheyranlegri músik
og þögulli hrynjandi
eiginlegan dans vorsins
undir táknunum svörtu,
nautinu og hestinum,
hrafninum og karavelunni
og sexhyrndu stjörnunni,
stjörnunni svörtu svörtu.
„Þegar ég var strákur innan fermingar sótti á mig sú árátta á vorkvöldum að fara upp á
tún og dansa. Eg gerði þetta alveg án umhugsunar, fór venjulega á sama tíma á sama blett
og sté þar improviseraðan dans tímum saman, án þess að hugsa nokkuð, knúinn af
einhverri innri þörf sem ég gerði mér annars enga grein fyrir, hlýddi henni bara. Faðir
minn brosti að og nefndi þetta vordansinn. Eg steig þennan dularfulla dans síðast 13
vetra. Er þetta arfur, sem liggur í blóðinu allt frá því að forsögulegir áar vorir dönsuðu
ritúaldansa á vorjafndægri? Það er til nokkuð sem heitir ættminni og skýrir marga undar-
lega hluti. Ég hef alltaf munað vel eftir þessu, stundum hefur mér dottið í hug að yrkja
kvæði um það.......“
„I fyrrahaust við vinnu mína tók kvæðið um vordansinn að ryðjast fram, og það á
tungu, sem ég kann svo sem ekkert í [spænsku, B.S.]. Ekki er ég þó svo langt leiddur að