Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 16
EINAR PÉTURSSON
Minningar frá byggingu kvennaskólans
á Hallormsstað
Þetta verður tæpast nein samfelld frásögn um bygginguna, heldur sagt
frá nokkrum minnisstæðum atvikum sem geymst hafa í huga mínum.
Síðan þessi skóli var byggður eru nú liðin 53 ár og margt hefur breyst
á þeim tíma, sem mun vera mesti byltingartími í verkmenningu og
véltækni frá upphafi Islandsbyggðar.
Veturinn og vorið 1929 mun í annálum teljast með því besta á þessari
öld. Hafi nokkurn tíma frosið jörð veturinn þann var frost alveg horfið
þegar byrjað var að grafa fyrir kvennaskólahúsinu á Hallormsstað, hk-
lega snemma í maí, annars man ég ekki nákvæmlega hvenær byrjað
var. Ekki þarf að taka það fram að þau Blöndalshjón, Sigrún og Bene-
dikt, áttu stærstan hlut að því að skólinn var byggður.
Jóhann Kristjánsson teiknaði húsið og fylgdist með verkinu frá upp-
hafi til loka. Hann kom a. m. k. tvisvar hvort sumar sem byggingin stóð
yfir til að fylgjast með.
Yfirsmiður var Guðjón Jónsson frá Freyshólum. Þá var hann búsettur
á Reyðarfirði. Guðjón var frábærlega vandvirkur og góður smiður. Hann
lærði byggingariðn í Kaupmannahöfn, og voru þeir sem þangað fóru til
náms kallaðir snikkarar. Guðjón var alla tíð kallaður snikkari, en stund-
um var titillinn styttur í „snikk“. Guðjón var tæplega meðalmaður á
hæð, frekar grannur, hárið nokkuð farið að grána og því ekki gott að
segja um lit þess fyrr. Hann var glaðsinna og gamansamur, lét oft fjúka í
kviðlingum og átti létt með að gera vísur, orti raulandi, raulaði vísuparta
og þuldi aftur og aftur þar til vísan var komin öll. Þessum kveðskap hélt
hann ekki saman, svo hann gleymdist fljótt bæði honum og öðrum.
Hann kom oft með vísuparta til að láta okkur hina botna, sjálfsagt verið
að kanna hvað blundaði af hagmælsku í mannskapnum.
Kona Guðjóns hét Guðrún Ketilsdóttir, ættuð úr Reykjavík. Hún var
ráðskona við matarfélagið þau tvö sumur sem skólabyggingin stóð yfir.