Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 18
16
MULAÞING
Eins og kunnugt er stendur skólinn uppi undir brekkum. Þar hét áður
Stekkur og það er Staðará sem fellur rétt framan við húsið.
Þá er nú komið að mesta ævintýrinu við bygginguna. Það var ákveðið
að reyna að koma vörubíl í Hallormsstað til að aka efni frá fljótinu að
byggingunni, timbri, sementi, möl og sandi. Grímsárbrúin var byggð
sumarið áður (1928), en án hennar heíði tæpast komist búl í Hallorms-
stað. Ég var við þá brúargerð, og það er víst þess vegna að ég get ekki
stillt mig um að taka svolítinn útúrdúr og segja frá atviki sem þar
gerðist, en þar skall víst hurð nærri hælum.
Búið var að slá upp fyrir boganum yfir ána, og nú átti að steypa hann
allan á einum degi. Steypan var öll hrærð við austurendann og ekið
þaðan. Atti hún að ganga jafnt upp á bogann frá báðum endum. En löng
leið var yfir á vestari vænginn og auk þess bratt. Gekk því hægar að
steypa þeim megin. Þegar komið var nokkuð upp á bogann að austan
tóku menn eftir því að uppslátturinn var farinn að gefa sig. Var þá
snarlega hætt að steypa og gengu menn í að styrkja uppsláttinn. Það tók
svo langan tíma að ekki var steypt meira þennan dag. Næsta dag var
steypunni lokið, og bar nú ekkert til tíðinda fyrr en slegið var frá brúnni.
Sást þá að boginn hafði sigið að austan og var hann því — og er enn —
skakkur. Ovíst þykir mér hvort nokkur hefur gefið þessu gætur, og
lýkur nú þessu innskoti.
Bílstjórinn sem valdist í áðurnefnda Hallormsstaðarferð og vinnu þar,
var Jóhann Kröyer, góður og gætinn bílstjóri. Jóhann hafði áður verið
eitthvað í vegavinnu hjá Jóni ísleifssyni og hafði Jón átt að segja ein-
hvern tíma þegar tal barst að Jóhanni bflstjóra: „Ja, hann Jóhann, hann
stendur alla tíð á bremsunni og keyrir á núfli.“ Jón var vegaverkstjóri
fjölda ára. Og nú langar mig til að gera annan útúrdúr og segja af honum
eina skrýtlu sem lýsir ákafa hans og dugnaði.
Einhvern tíma var hann með tjöld skammt frá Ekkjufelli. Fékk hann
þá kvaðningu um að koma í síma. Jón brá hart við eins og hans var
vandi og dreif sig af stað á stundinni. Þegar hann kom inn á gólfið á
Ekkjufelli heyrir hann að mikið glymur í þegar hann stígur niður öðrum
fætinum, en heyrist ekkert í hinum. Hafði honum orðið það á í öflum
asanum að fara í gúmístígvél á annan fótinn en leðurstígvél á hinn.
Verður honum þá að orði þegar hann lítur niður á sig: „Hef ég þá ekki
farið í annað stígvélið á annan fótinn og hitt á hinn!“
En nú víkur sögunni þangað sem Guðjón snikkari hervæðist með allt
sitt sterkasta og besta hð til að taka á móti Jóhanni Kröyer. Svo var um
talað að Guðjón og menn hans kæmu út að Hafursá.