Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 20
18
MÚLAÞING
Keldhólum. Ragnar hafði ofurlítið lært að synda, en gerði ekki mikið úr
því, taldi þó að hann gæti fleytt sér stuttan spöl. Einar kvaðst aftur á
móti hafa lært sund, að vísu ekki nema á þurru landi hjá Guðlaugu á
Utnyrðingsstöðum, en áleit sig færan í flestan sjó. Ég kunni ekkert að
synda, en var hins vegar vanur að baða mig í fljótinu og passaði mig með
að fara ekki of langt út, því það snöggdýpkar.
Þegar við komum niður að fljótinu drifum við okkur úr fötunum. Ég
varð fyrstur út í og fór að busla eins og ég var vanur. Næstur kom
Ragnar, en Einar Vigfússon h'tið eitt á eftir og veður framhjá mér svo
langt sem hann nær niðri. Ætlar þá að leggjast til sunds, en fatast tökin
og er þá kominn svo langt út að hann boppar upp og niður og kaliar á
hjálp. Ég var ögn nær honum en Ragnar, bregst við og ætla að ná til
hans, en næ ekki. Ef ég hefði teygt mig lengra hefði ég flotið upp iíka.
Kalla ég þá til Ragnars og hann kemur, en ég hraða mér upp í sandinn.
Þar var mikið af timbri og tek ég lengstu spýtuna sem ég sá og hleyp af
stað niður að fljótinu. En þegar ég lít upp eru félagar mínir báðir horfnir
og sé ég aðeins autt og slétt fljótið. Mér brá heldur ónotalega við og hélt
nú að þessi ferð okkar mundi hafa sorglegan endi. Ég æddi samt út í
fljótið með spýtuna á undan mér þangað tii ég var kominn svo iangt út
að mér var ekki fært lengra. Ég gieymi aldrei þeim augnablikum sem
liðu meðan ég beið og vonaði. Þá gerðist kraftaverkið. Þeim skaut upp
skammt frá spýtunni, og gat ég mjakað henni til svo Ragnar náði í
endann á henni og þá gat ég dregið hana að mér.
Þegar Ragnar synti út til Einars hafði Einar gripið heljartökum utan
um hann svo hann gat sig hvergi hreyft og sukku þeir báðir. Ragnar
sagði að hefði sér mistekist að ná í spýtuna á þessu augnabiiki hefðu
þeir sjálfsagt báðir drukknað því sjálfsagt hefði Einar aldrei sleppt tök-
unum. Nú drusluðum við Einari upp á grasbaia í skógarjaðrinum og
stumruðum þar yfir honum.
Hann hafði meðvitund, en var allur orðinn blár og fjári kviðmikill. Við
dokuðum við nokkra stund þar til Einar var orðinn rólfær. Ekki minnist
ég þess að hann hefði uppi neinar ráðagerðir um sundæfingar eftir þetta
um sumarið.
Dagur á Strönd var að fara með malarlest úr sandinum í þann mund
er við fórum í fljótið. Hann hafði orð á því þegar hann kom upp að
byggingunni að það hefðu verið ljótu hljóðin í strákunum, þeir hefðu
hljóðað svo hátt að engu hefði verið líkara en þeir væru að drukkna.
Ekki var ævintýrum okkar Einars Vigfússonar með öllu lokið þetta
sumar þótt hann bjargaðist úr Lagarfljóti. Nokkru eftir baðið í fljótinu,