Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Síða 21
MÚLAÞING
19
líklega um miðjan júlí, datt okkur í hug að fara upp á Snæfell. Kveikjan
að því var sú að nokkrum árum áður hafði Sveinn bóndi á Egilsstöðum
gengið á fjallið ásamt nokkrum mönnum. Hafði Sveinn með sér hest og
kom honum upp á toppinn. Hann mun einnig hafa haft byssu meðferðis
til að aflífa hestinn ef með þyrfti, en til þess kom ekki.
I sólskini og sunnanþey snemma morguns lögðum við af stað þrír
félagar, Einar Vigfússon, Oli Guðbrandsson frá Hryggstekk og ég. Allir
vorum við einhestis, en höfðum einn töskuhest undir farangur. Ég var á
bleikum fullorðnum gæðingi sem pabbi minn átti, Óli á brúnum reið-
hesti sem hann átti sjálfur og Einar á mósóttum fimm vetra fola frá
Keldhólum. Ég var kunnugur leiðinni og réð því ferðinni, var sem sagt
hafður á undan.
Við fórum yfir Jökulá í Fljótsdal rétt innan við Langhús. Þar var gott
brot á ánni, en allmikið undan straum norður yfir og gekk allt vel. Við
fórum inn í Laugarkofa, þ. e. gangnakofa, skammt út og norður af
Laugarfelli, um kvöldið. Þar sá ég í fyrsta sinn heitt vatn koma upp úr
jörðinni, uppsprettan er rétt hjá kofanum og svo heit að ógerningur var
að halda hendi niðri í vatninu þar sem það kemur upp. Næsta dag fórum
við upp á Snæfell og gekk ferðin vel. Að vísu svitnuðum við mikið á
leiðinni upp, brattinn er svo mikill og snjórinn eins og salt, við sukkum í
miðjan legg. Þegar upp kom settist smáþokutoddi á toppinn á fjallinu og
sat þar meðan við dvöldum uppi. En við höfðum gott útsýni til allra átta
nema vesturs. Við vorum með góðan sjónauka. Þarna uppi dvöldum við
hálfa aðra klukkustund og biðum þess að þokutoddinn færi, en hann sat
sem fastast. En þegar við vorum komnir dálítið niður á bunguna kom
vindblær og feykti toddanum burt í einni svipan, en ekki nenntum við
að fara til baka aftur. Við fengum mjög góða útsýn yfir Héraðið og hinn
tignarlega fjallaklasa Austfjarða, einnig sáum við út á haf suðaustur af
landinu, Vatnajökul og upptök Jökulsár í Fljótsdal.
Tilgangur þessarar frásagnar er einungis að segja frá atviki sem gerð-
ist við Jökulsá á heimleiðinni. Við komum að henni að kvöldlagi og var
hún því öllu meiri en þegar við fórum inn eftir. Jökulvötn eru alltaf
vatnsmeiri á kvöldin en á morgnana eftir heita daga. Ég lagði fyrstur út í
ána, og biðu hinir þangað til ég var kominn hálfa leið yfir. Ekki var áin
djúp, straumurinn skall á bóghnútu. Þegar ég var kominn yfir var Óli
kominn á miðja leið og þræddi vel brotið. En Einar var nokkuð á eftir og
hélt ekki brotinu nógu vel. Þá reyndi ég að kalla til hans og benda
honum að færa sig ofar á brotið, en hann sá hvorki né heyrði, og skipti
það engum togum að hann lendir út af brotinu og um leið kippir hann í