Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 25
MULAÞING
23
fjölskylduna til Seyðisfjarðar, en þar var litla vinnu að hafa sem annars
staðar á þessum árum. Líka voru þarna nokkrir menn af Reyðarfirði,
Guttormur Einarsson frá Arbæ, Sigmar Hallason nýfluttur frá Valla-
neshjáleigu, Guðni Þorsteinsson, sem áður var nefndur, og Guðmundur
Þorbjarnarson sem fyrr bjó um tíma á Víkingsstöðum.
Methúsalem var fáskiptinn og hæggerður, fór sér ekki neitt óðslega
við verk. Hann hafði með sér svartbotnótta tík sem hann sagðist ætla að
farga. Fljótt varð tíkin mjög óvinsæl, m. a. setti hún sig ekki úr færi að
komast inn í matarskúrinn, og var það illa séð, einkum af ráðskonunni.
Annað var þó jafnvel verr séð af greyinu. Það var brattur hóll framan við
skúrinn, og hafði tíkin þann sið að hún renndi sér á rassinum niður
hólinn, svona fór hún oft margar ferðir í röð. Mönnum var illa við þetta
og héldu að tíkin væri með orma. Oft var búið að tala um það við
Methúsalem að láta verða af því að lóga tíkinni. Hann tók því einatt vel,
en samt varð aldrei neitt úr framkvæmdum. Þá var það eitt kvöld, að við
tókum okkur til tveir strákar, gátum lokkað tíkina með okkur niður í
kjallara og máluðum hana úr kalki þar til hún varð hvít. Slepptum við
svo tíkinni, hlupum út í skóg og létum ekki sjá okkur meir um kvöldið.
En það er af tíkinni að segja að hún hljóp upp í tjald til Methúsalems og
hristi sig þar. Þá kallaði Methúsalem út mannskapinn úr hinum tjöld-
unum, svo allir mættu sjá hvernig búið var að fara með tíkina.
Allir urðu samúðarfullir og réðu honum til að farga nú tíkinni hið
bráðasta. Hann féllst á það og labbaði með hana út í Ormsstaði og bað
pabba minn að skjóta hana fyrir sig. Aldrei minntist Methúsalem á
þetta við okkur, en allir urðu fegnir að losna við tíkina.
Methúsalem snerti aldrei á verki með berum höndum, og átti hann
mektuga skinnhanska. Aldrei höfðu menn sem þarna voru séð slíka
fyrr. Eitt sinn var Methúsalem að bjástra við eitthvað sem honum gekk
illa með. Guðjón sér það, glottir og hefur sjálfsagt þótt tekið vettlinga-
tökum á hlutunum. Hrekkur þá út úr honum vísa allfurðuleg og er
svona:
Salómetem Salem,
sá er ekki galem.
Með skinnhanskana skalem,
skolli er að sjá þig Dalem.
Ég hætti í byggingarvinnunni skömmu fyrir 20. október þegar ég fór í
Eiðaskóla. Þá var byggingin orðin fokheld og múrverk komið vel áleiðis,
búin neðri hæð og byrjað uppi minnir mig. Og húsmæðraskóhnn tók til