Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 27
HALLDOR PJETURSSON
Tengsl mín við Borgarfjörð
Tungumaður verð ég að teljast hvort sem mönnum líkar það betur eða
ver. Ekki væri þó skarð fyrir skildi þótt nafn mitt dytti úr sögunni.
Sannleikurinn er sá að allir aðalþræðir ættar minnar lágu til Borgar-
fjarðar og þar var strax í æsku mitt fyrirheitna land. I hvorugum staðn-
um mun ég þó teljast fullgildur, heldur nokkurs konar blendingur, sem
taldir voru komnir af tröllum og hrímþursum.
Móðir mín var dóttir Steins Sigurðssonar á Borg í Njarðvík; faðir
minn aftur sonarsonur Sigurðar Jónssonar, hins kynfráa manns sem
talinn var einn höfuðsmaður hinnar yngri Njarðvíkurættar, sló undir 30
börnum og margt af þeim komst til arfs. Þóra föðuramma mín var aftur
komin af Þorsteini Jökli sem hvorki hallæri né drepsóttir gátu á kné
komið og í þeim ættlegg kom upp frægasti draugur þessa lands, ekki þó
vakinn upp, heldur komu þar til hrein vísindi. Það hefur því oft orðið
mér umhugsunarefni hvers konar umskiptingur ég er, af ekki verri
stofni.
Strax og ég fékk einhverja skynsemisglóru teygðust öll ættarbönd til
Borgarfjarðar, þar mundi upphaf alls er gerir menn sadda og sæla.
Fyrstaferðin til Borgarfjarðar
Ég mun hafa verið níu ára þegar ég lagði í mína fyrstu ferð til Borgar-
fjarðar og mikið hlakkaði ég til, hélt efalaust að þarna væri dýrlegasti
staður á landinu. Lengra mun ég ekki hafa hugsað í þá daga. Eg hafði
séð slatta af ættinni, því frændfólkið kom stundum í heimsókn til okkar.
Mér fannst yfir því allt annar blær og fas en ég átti að venjast og var að
reyna að festa mér þetta í minni, þekkti orðið ,,sveitalegur“ og hafði á
tilfinningunni að slíkt væri ekkert hrósyrði. Aftur á móti fannst mér
Borgfirðingar ekki bera sig hestamannlega til, sem efalaust hefur stafað