Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 28
26
MULAÞING
af reynsluleysi á því sviði. Þetta var skemmtiferð að hálfu. Erindi
mömmu var að finna systkini sín sem öll voru búsett þar. Þarna var líka
allt föðurfrændlið pabba á færibandi, en hlutverk mitt var að kanna
heiminn. Hin hliðin á ferðinni var að afla til búsins. Klyfjar að heiman
voru kollur og strokkar með skyri, smjör í bögglum, hlaupostur, mys-
ostur og froðostur og sjálfsagt einhverjir pottar af mjólk, því þrátt fyrir
velsælu Borgarfjarðar var fremur lítið um þá vöru þar. Ferðin ofanyfir
gekk vel nema ég var eitthvað ringur í ,,hausaranum“ í Skriðunum, var
sagt að horfa aðeins upp fyrir mig á þeim stað. í þessum augnagotum sá
ég annað veifið glytta í eitthvað fyrir ofan mig og kallaði í pabba og
spurði hvort þetta væru hænsni. Þannig byrjaði og enti mín fjárglöggvi.
Fyrsta gisting mín var á Hól hjá Þórhöllu móðursystur minni og þar
átti ég alltaf athvarf síðar. Þetta kvöld kynntist ég þrem frændum mín-
um, Sveinka á Hól, Sigga og Guðna í Bakkakoti. Þeir höfðu allir viður-
nefni eins og fornmenn. Sveinki var kallaður ,,bylur“, þótti bráður
nokkuð, en bylurinn skammær. Siggi var kallaður ,,rosi“, var stórorður
og óhlífinn ef upp úr sauð. Guðni hlaut nafnið ,,blíðcdogn“ því hann vildi
miðlun og sættir, en tækist það ekki þurfti enginn að frýja honum hugar.
Strax um kvöldið fórum við fjórir upp á Bakkatún og þar voru strákar að
leik. Kom þá einhverjum þeirra í hug að koma á einvígi við Héraðsmann-
inn. Til mótherja var kosinn Þórður sonur séra Einars. Nú átti að
þjarma að Hérsanum. Þetta sýndist að vonum auðgert, gekk víst á þeim
árum hokinn í herðum og rindilslegur eftir margar banalegur. Þórður
var á líkum aldri, mjög mannvænlegur. Við flugum svo saman undir
einhverjum öskrum. Ekki held ég að þetta hafi verið glíma, heldur
nokkurs konar hnoð. Þarna var svo stimpast nokkra stund þar til Þórð-
ur, að ég held, hafi rekið hælana í þúfu, hann afturábak og ég ofaná.
Varð nú háreysti mikil, mínir menn töldu að ég heíði unnið, en hinir að
þetta hefði verið slysni sem var auðvitað rétt. Þórður var hinn reiðasti,
því hann var hinn mesti kappsmaður sem hann átti kyn til. Handagang-
ur varð mikill og klossar flugu um loftið eins og vígahnettir. Ekkert
skeði samt alvarlegt og allir komust heilir heim. Þessir frændur mínir
tóku mig í læri og fóru að setjá mig inn í lífið á staðnum. Ég var varaður
við að áreita vissa stráka sem hentu í menn grjóti fyrirvaralaust. Fljótt
varð ég þess samt var að þessir frændur mínir voru snillingar í þessari
íþrótt. Guðni kastaði steini af hlaðinu á Hól, sem skall á þakinu á Bólum
hinumegin við ána. Þessu hefði enginn fengið mig til að trúa hefði ég
ekki verið áhorfandi. Mér fannst þetta ganga töfrum næst. Meðan ég
dvaldi þarna stunduðum við fjórmenningarnir snudd í fjörum og æfðum