Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Qupperneq 30
28
MULAÞING
að Þorsteinn M. Jónsson settist hér að.“ Ég býst við að þetta sé rétt,
annars hefði Arni ekki borið þetta fram, því þeir voru engir sérstakir
vinir eða samherjar. Mér þótti vænt um þetta Árna vegna, því ,,þess
skal getið sem gert er.“
Hvernig vera mín var greidd þarna hef ég ekki hugmynd um og
kannski hvílir á mér skuld hinumegin frá þeim tíma, þó vona ég að
máttarvöldin hafi eitthvað af okkur lært um niðurgreiðslur, gengisfell-
ingar og sig, svo skuldin hafi máðst út. Annars var sig óþekkt hugtak á
þeim árum nema þegar hús sigu á ýmsa vegu og pungar bæði á tví- og
ferfætlingum.
Hvað um það, ég var þarna í sjöunda himni og lífið brosti við mér.
Það var rallað í flokkum milli frændliðsins og vit okkar náði ekki svo
langt að við hugsuðum þetta sem átroðning, því alltaf var verið að
mylgra einhverju í okkur. Þessi hugsun tolldi í mér í tugi ára. Hvar sem
ég kom og hitti einhverja af Steinsættinni, var sjálfsagt að setjast þar
upp og þiggja allan greiða ókeypis. Sem betur fer losnaði ég þó við
þessa hugsanavillu, þótt kannski hafi ekki verið mikið um greiðslur.
Fátækt var mikil á Borgarfirði á þeim tímum, svo yngra fólk nú til
dags mundi flokka það undir aUsleysi. Um beint hungur var þó ekki að
ræða. það gerði sjávaraflinn, sem flestir nutu af, þó er ég hræddur um
að stutt hafi verið matan hjá þeim sem sækja þurftu um styrk, þó ég geti
ekki dæmt um það. Fjörefni mun víða hafa skort hjá barnmörgum
fjölskyldum. Steinsættin var mjög kynsæl, sjaldan lagt í minna en 6 og
upp í 14—15 í fjölskyldu. Flestir höfðu einhverjar kindur til búbóta, en
stærsta meinið mun þó hafa verið mjólkurleysið. Túnrækt var lítil þó
nóg væri landið og áburður, fiskislógið. Þó höfðu einstaka menn kú, en
ekki dæmt um það. Fjörefni mun þó víða hafa skort hjá barnmörgum
voru að paufast um Byggðina með gler í götóttum sokkum og mylgra
þeim mjólkurlausu, þótt ekki væri nema mest flaska, stundum kannski
hálf og niður í pela. Samhjálpin var svo mikil, að segja mátti að það sem
menn höfðu, gengi frá hendi til handar. Sama var með vinnu. Þyrftu
einhverjir að dytta að kofum eða íbúðum komu menn lánandi hendi til
liðveislu án þess að krefjast launa eða líta á klukkuna. Ég hef hvorki
fyrr né síðar kynnst slíkri samhjálp og samvinnu. Þetta minnir mann
helst á hina fyrstu kristnu söfnuði í Róm. Verslunaránauð var þarna
mikil og menn höfðu lítið til að setja í pant utan þá sína eigin fátækt.
Svona geta menn verið ríkir í fátæktinni, skyldi þó enginn henni hæla
og mikið mannþel þarf til að sigra hana án þess að bíða tjón á sálu sinni.
Það sem bjargaði að helftin af börnum hélst ofan grafar — var byss-