Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 32
30
MULAÞING
að menn stóðu uppi eins og vorir fyrstu foreldrar. Þessi leikur var
þannig að liðinu var skipt í tvennt og krítarstrik dregið yfir ganginn í
skólanum, yfir þetta strik var svo togast. Þegar mótherjar náðu manni
yfir strikið, var togast á um hann. Annar aðihnn hékk í efri partinum en
hinn togaði í þann neðri. Þetta voru hin ógurlegustu átök og ekki hirt
um neitt nema sigur. Ermar fuku af skyrtum og menn afklæddust.
Mestu varðaði hvað bandinginn gat spriklað óvininum í óhag. Bjössi á
Nesi var galdramaður í þessum hreyfingum og slapp oftast á nær yfir-
náttúrlegan hátt. Hvað þjónustan hefur sagt er ekki vitað.
Kona Þorsteins, Sigurjóna Jakobsdóttir, er landskunn fyrir fegurð og
leiklist. Þeim hjónum var ekkert óviðkomandi, sama hvort það var
landbúnaður, sjávarútvegur, ungmennafélagsstörf, bókmenntir eða
leiklist. Stúkustarfsemi hafði verið einhver í tíð séra Einars Þórðar-
sonar, en nú fékk þetta nýtt líf, bæði stúka fullorðinna og barna. Sigur-
jóna kenndi söng og dreif upp leikhóp og þar var nú ekki dregið úr
ferðinni. Þorsteinn og Olafur faktor léku í Skugga-Sveini. Olafur lék
sýslumanninn en Þorsteinn Skugga-Svein. Eg hef séð þetta leikrit víða,
en hvergi séð þessar persónur eins vel leiknar.
Sigurjóna kenndi okkur þann leik að „slá köttinn úr tunnunni“, sem
ég held að hafi verið búinn til á Akureyri, að minnsta kosti bendir
kvæðið til þess, er hljóðaði svo:
Oddeyrarsveinarnir aliir hlffum klæddir,
áfram í voðalegt stríð.
Ötult er liðið, við erum óhræddir
orra- þó geisi nú -hríð.
Höggin svo látum á bumbuna bylja,
svo brotni hún óðar í smátt.
Hausinn á krummanum hjörinn skal mylja,
svo hetjurnar reyni sinn mátt.
Þetta var afbragðsleikur, þarna fylgdi Grýla, Leppalúði og margt
fleira. Já, það voru Oddeyrarsveinarnir sem ekki máttu koma þarna við
sögu, höfuðið var lagt í bleyti og afvatnað hljóðaði ljóðið svo: „Borg-
firsku sveinarnir brynjum sínum klæddir,“ og þá var allt komið í lag.
Nú mundi þetta heyra undir þjófstart. Ólafur Gíslason síðar í Viðey, var
þá faktor á Borgarfirði. Kona hans var Jakobína Davíðsdóttir, bæði voru
þau hjón af menntuðu gáfufólki komin og mörkuðu þarna spor. Ólafur
var mikill félagsmaður og bráðskemmtinn nema þá helst á kontórnum.
Annars mun ekki hafa verið gaman að stjórna verslun á Borgarfirði á