Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 33
MULAÞING
31
þessum tíma þar sem fáir áttu fyrir síðasta andvarpi. Hann vitjaði oft
sjúkra og var natinn við það. Best gæti ég trúað því að hann hafi verið
fæddur læknir. Kona hans var vel látin en naut sín ekki vegna heilsu-
leysis.
í skólanum var dansað svo oft sem því varð við komið og þar af fékk
ég snúninginn eins og flest annað sem til menningar horfði. Feimnin og
óttinn við ungar stúlkur rénaði, þótt enn væri ég ekki laus úr álögum
sveitamannsins. Fyrst í stað þorði ég vart að snerta þessar hugljúfu
verur og því síður að hafda þeim fast upp að mér, þá færu kannski öll
líffæri í gang. Þetta iagaðist þó smám saman eins og annað í sköpunar-
sögunni, þó allir tilburðir væru í lausu lofti reyndi ég þó í sveiflum að
halla mér að vanga dömunnar líkt og í ógáti. Fyndi ég einhverja sam-
svörun jókst hallinn eftir ástæðum, en oft er ekki gott að reikna þessa
samsvörun út. Vangadans var þá mikið í tísku, kaliaður „volg svið“ og
síst gaf hann hinum gömlu sviðum eftir.
Sumir eldri frændur mínir sögðu mér heillandi sögur af ástafari sínu,
sem ég að einhverju trúði en skorti tækni til hagnýtingar. Þegar ég síðar
las sögur Vellygna-Bjarna þekkti ég ættina. Þetta var mér þó einhver
styrkur, þótt ekki náfgaðist koss. Þrátt fyrir afft ólgaði blóðið í æðunum,
hugarheimar lukust upp og tilfinningarnar stóðu á öndinni fíkt og efdur
væri laus innra.
Þessi vera mín á Borgarfirði þá var að mestu bundin frændliði mínu,
svonefndri Steinsætt, börnum Steins á Borg. Þar að auki kynntist ég
mörgum öðrum og hafði spurnir af fólki. Eg var snemma nasvís á fófk
með aðrar venjur og ýmiskonar persónufeika, sem ég hafði ekki áður
kynnst. 1 Njarðvíkurætt hinni yngri var mikiff menningararfur. Sigurður
faðir Steins afa míns átti mikið og gott bókasafn, sem að mestu mun
hafa gengið til Jóns fræðimanns bróður Steins, sem tahnn var höfuð
ættarinnar, og bækur þessar gengu svo á milli tif lestrar. Þessar bækur
voru bæði á íslensku og Norðurlandamálum. Eg hef orð Þorbjargar
Steinsdóttur fyrir því að Jón, Sigurður og Steinn hafi fesið Norðurlanda-
málin. Hún sagði að faðir sinn hefði lesið upphátt úr þeim málum og
þýtt jafnóðum.
A þessum tíma bjó svo að segja ölf ættin í Njarðvík, en nú bjuggu
fjögur systkini móður minnar á Bakkagerði, Sigurður á Bakka, Áslaug á
Bólum, Þórhaffa á Hól og Árni í Bakkakoti. Olf voru þau systkinin talin
vef gefín en ófík í mörgu. Sigurður og Áslaug voru mjög hfédræg og
bfönduðu sér lítt í máf manna. Þórhalla var mikilf skörungur og segja
mátti að orð hennar án allrar frekju væru lögmáf á heimilinu og víðar.