Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 35
MÚLAÞING
33
og tuttugu manns og sjómenn á sumrum, oft tvær bátshafnir, allt í fæði
og þjónustu. Samt var eins og ekkert gæti bugað þrek þessarar konu,
alltaf sama glaðværðin og hjálpsemi ef einhvern bar upp á sker.
Vikan milli jóla og nýárs
Þessi vika er líklega fyrsta svonefnda sæluvika á íslandi og byrjaði á
Borgarfirði. Einhver vill nú kannski vitna til stórra boða forfeðra okkar,
en þau voru af annarri tegund, höfðingjaboð. Segja má að boð þessi
væru aðaUega á milli Steins- og Njarðvíkurættarinnar, þó var öðrum ekki
gleymt sem minnstu höfðu úr að moða. Þarna kom ekki til greina neitt
manngreinaráht eða afkoma, enda lítið um fjáða menn í ætt þessari.
Boð þessi stóðu milli jóla og nýárs og gátu treinst til þrettánda ef svo
stóð á og enduðu þá með álfadansi. Boð þessi voru þrælskipulögð og öllu
tjaldað sem til féllst. Pússað var utan dyra og innan og því skartað af
fatnaði sem til var. Ungar stúlkur voru óþreytandi að spretta sundur,
setja saman og fá þannig út nýja flík. Ollum úr hringnum var boðið,
jafnt gömlum sem kornabörnum. Bökunarilminn lagði út úr hverju húsi
og brauðtegundir voru að minnsta kosti 30 og kannski vel það. Sjálf-
ur mundi ég ekki þennan lið svo ég sneri mér til Bakkasystra, Tobbu og
Laugu, því enginn mundi rengja þeirra sögn. Við settumst svo niður og
þetta kom út úr heilakrúttunum.
Brauðtegundir
Kleinur, vöfflur, pönnukökur, jólakaka, sódakaka, astrakaka, marm-
arakaka, gyðingakökur, hálfmánar, umslög, vanilluhringir, kossar,
ömmukökur, terta, tvíbökur, kringlur, spesíur, tvær tegundir af kexi,
dollarakaka, lummur, ástarpungar, hrærðar kökur, kúmenkökur,
súkkulaðiterta, mömmukökur, laufabrauð, partar, fínabrauð. Það
fékkst í búðinni, fleiri tegundir, með alls konar sykri ofan á í fleiri htum.
Ekki munu allar þessar tegundir hafa verið í sama boði, heldur eftir
umtali mihi húsfreyjanna. Galdurinn, hvernig ahs þessa var aflað,
verður ekki rakinn hér, kannski safnað th þess aUt árið. Annað kemur
líka til, að fleiri tegundir munu hafa verið úr sama deigi, formin bara
mismunandi og það sem haft var ofan á. Smekkurinn var því ekki eins,
en fögnuður af fjölbreytninni. Boð þessi voru bráðhfandi og skemmti-
leg, þeim var raðað eftir samkomulagi húsmæðranna, hver lánaði öðr-
um áhöld svo hægt væri að fuUnægja öUu réttlæti. Það sem mér hefur
Múlaþing 3