Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 36
34
MULAÞING
gengið verst að skilja og sjálfsagt nútímamönnum enn ver, er hvernig
fólkið komst fyrir í þessum litlu híbýlum. Menn skáskáru sig milli hver
annars líkt og fimleikamenn. Það man ég glöggt, að þegar ég leit yfir
hópinn frá dyrum, sýndist mér oft þrjú höfuð á sama hálsi.
Ekki var setið þegjandi, samtöl hófust þegar í stað um alla hluti milli
himins og jarðar, sem skotið höfðu upp kolh í þessum afkima og sam-
ræður voru að mér fannst mjög menningarlegar. Allar nýjar bækur, sem
fallið höfðu til, voru tíundaðar og það gekk galdri næst hvað menn höfðu
komist yflr af bókum, en þær höfðu náttúrlega gengið frá hendi til
handar. Þarna var líka að mig minnir einhver mynd að lestrarfélagi. Allt
þetta var í viðræðunum dæmt og virt. Samræðurnar gengu Hðugt og
sýndu að menn höfðu kynnt sér vel efni bókanna og íhugað gildi þeirra
frá sínu sjónarmiði. Náttúrlega voru ekki allir sammála og varð þá oft
glaumur mikill, því mörgu af ættinni lá hátt rómur og sumir gárungar
kölluðu þetta Steinsættarglaum. Þeir sem höfðu lægra raddsvið þurftu
því að þenja sig til hins ýtrasta ef þeir áttu að koma sinni skoðun að. Ef
mikið hitnaði í hamsi varð úr þessu bráðskemmtileg sinfónía með ýms-
um tilbrigðum. Arferðið var rætt og áhrif þess og það sem frést hafði
annars staðar frá á því sviði, einnig nýjar tillögur, sem borið höfðu á
góma eða frést úr öðrum stöðum. Það var líkast því að ekkert væri
þessu fólki óviðkomandi. Það kom líka fram þegar Hið íslenska bók-
menntafélag leitaði áskrifenda, þá voru Borgfírðingar þar hæstir á blaði.
Næst var borið fram súkkulaði og rann þá saman smjatt og velþókn-
unarstunur svo gleðibylgjan sagði til sín í þessum fátæklegu híbýlum.
Súkkulaði og kaffi flaut eins og hver vildi, en ekki man ég til að vín væri
í þessum boðum.
Eftir að þetta allt var skeð hófst spilamennskan, sem var fastur liður
þessara heimsókna. Flestir spiluðu, ungir og gamhr, en það var kross-
gáta hvernig ahir komu sér niður. I þessari ætt hafa verið margir orð-
lagðir spilamenn, þó bar Arni Steinsson þar af eins og guh af eiri.
Gallinn var bara sá að hann þoldi ekki að spila á móti þeim sem hann
taldi ekki góða spilamenn. Shkt þurfti þó ekki th, hann þoldi beinhnis
ekki að bíða lægri hlut, sama hvort hann spilaði upp á peninga eður ei.
Fyrir kom að þeir yngri, sem spiluðu á móti honum, brynntu músum, en
sættir tókust strax við næstu gjöf. Eg hef aldrei verið sérstakur spila-
maður, þó haft gaman af að grípa í vist og lomber. Á þeim árum lá mér
þetta í léttu rúmi, hló bara eins og hálfviti þótt ég væri skammaður fyrir
að spha vitlaust. Eg var í einu boði á móti Arna og sagði háhsóló, sem ég
taldi góða, var með tvist og þrist í tigh, spaðagosa blankan, hitt upplagt.