Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Blaðsíða 39
SIGFUS B. SIGMUNDSSON
Gamli bærinn í Gunnhildargerði í Hróarstungu
Hugleiðingar um lýsingu eldri húsa í Gunnhildargerði
í bókinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 1. bindi.
— Bygging gamla bœjarins og fleira.
Þegar aldur færist yfir og starfsdagar eru að verða taldir, hvarflar hug-
urinn oft aftur til liðins tíma, æsku og æskustöðva, og atburða, er þá
gerðust. Svo hefur orðið, hvað mig snertir, bæði í vöku og draumi. Mig
dreymir stundum, að ég sé staddur í gamla torfbænum í Gunnhildar-
gerði í Hróarstungu, þar sem ég fæddist árið 1905, ólst upp og dvaldist
samfellt fyrstu tuttugu árin, og öðru hvoru þó nokkru lengur. Sakna ég
þess mjög að eiga ekki ljósmynd af þessum gamla bæ, en mynd hans er
fast greypt í huga mínum.
Bærinn í Gunnhildargerði var að lögun og skipulagi að ýmsu leyti
frábrugðinn öðrum sveitabæjum, sem ég sá á Fljótsdalshéraði í ung-
dæmi mínu. Hefur mér stundum komið til hugar að lýsa þessum bæ að
nokkru, en ekki orðið af framkvæmdum.
Nýlega barst mér í hendur bókin Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 1.
bindi, að ytra útliti vönduð bók og prentuð á úrvalspappír. Ég las bókina
með nokkurri forvitni og mér til ánægju á margan hátt, en þó með
undantekningu.
I kaflanum um Gunnhildargerði á bls. 338 stendur: „Eldri hús: 1917
(F' 18) eru 2 baðstofur, önnur 11X 16 álnir1, en hin þrepbaðst. undir rafti
6X4.5 álnir. Þá mun hafa verið nýbyggð fyrrn. baðst. Járn var á baðst.
og máttarviðir úr rekatrjám. Onnur hús m. a. búr með kjallara og stofu-
hús og bæjardyrahús í einu lagi, 6 hlöður og myllukofi“.
Við þessa klausu er ýmislegt athugavert. Má af henni skilja, að tvær
baðstofur hafi verið í Gunnhildargerði árið 1917 og önnur þeirra („fyrrn.
baðst.“) hafi þá verið nýbyggð, en hvorugt er rétt. Ekki verður séð af
1 Sérkennileg baðstofa; auðvitað prentvilla, 16 eiga að vera 6.