Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 40
38
MULAÞING
orðalagi, á hvorri baðstofunni átti að vera járn, eða hvort það átti að
vera á báðum. Járn var ekki á baðstofunni, sem var í Gunnhildargerði
árið 1917, aðeins torfþak.
F' 18 er skammstöfun fyrir Gjörðabók fasteignamatsnefndar í Norður-
Múlasýslu. Handritið er í Þjóðskjalasafni Islands. Nefndin mun hafa
verið skipuð árið 1916 og starfað tvö næstu ár. Jarðamatið á Gunnhildar-
gerði var gert árið 1917.
Þegar vitnað er í heimildir, verður það að vera rétt gert, en þarna
virðist mikið á það skorta. í F'18 (venjulega nefnt Jarðamat 1918; sjá
bls. 41) er ekki tekið fram, að þá séu tvær baðstofur í Gunnhildargerði.
Ekki er þar heldur sagt, að stofuhús og bæjardyrahús séu „í einu lagi“,
þ. e. sama húsið. Ennfremur er ekki getið um, að járn sé á baðstofu eða
að önnur baðstofan sé nýbyggð. í F'18 er fyrst tahn sér húseign ábú-
anda, og eru það auðvitað þau hús, sem þá eru uppistandandi á jörð-
inni. Þau eru metin á alls 1.192 kr. Síðan er tahn sérstaklega húseign
jarðarinnar, þ. e. þau hús, sem jörðinni fylgja, metin á 141 kr., og er þar
m. a. talin „Baðstofa á þrepi undir rafti 6X4V2 áln“. Þessi hús, sem
voru eign jarðarinnar og fylgdu henni, hafa auðvitað verið falhn fyrir
langa löngu fyrir tímans tönn. Þau hafa fylgt býhnu mjög lengi, kannski
margar aldir, eða aht frá því að forráðamenn Kirkjubæjarkirkju stofnuðu
þetta býli (hjáleigu) og létu byggja þar hús fyrir fólk og fénað og létu
fylgja landrými, sem að Ukindum hefur verið tekið af landi Nefbjarnar-
staða.
I Jarða- og ábúendatali frá árinu 1732 er Gunnhhdargerði, að því er
virðist, talin hjáleiga frá Nefbjarnarstöðum (þ. e. talið næst á eftir þeim
bæ), og í landamerkjabréfi frá árinu 1890 er það talið afbýli frá Nef-
bjarnarstöðum. I J. Johnsens Jarðatali á Islandi 1847 er GunnhUdar-
gerði hins vegar tahð hjáleiga frá Kirkjubæ, og er það einnig gert í Nýrri
jarðabók fyrir Island, útgefinni í Kaupmannahöfn árið 1861. Er senni-
legra, að það sé rétt.
Baðstofa sú, sem ég og öU systkini mín, 9 að tölu, fæddumst í (það
elzta árið 1884), var tvUyft og portbyggð og öU þiljuð innan í hólf og gólf.
Ekki hef ég heimildir um, hvaða ár hún var byggð, en líklegt má telja,
að það hafi verið um 1880.
Sóknarmannatal Kirkjubæjarkirkju er ekki til frá árunum 1871-1890
(mun hafa brunnið), en þegar aðalmanntal fór fram 1. október 1880 er
Jón Magnússon, trésmiður, 35 ára, ókvæntur, skráður í Gunnhildar-
gerði „að smíðum“. Lögheimih Sörlastaðir í Seyðisfírði. Þá hafa ein-
hverjar byggingaframkvæmdir átt sér stað í GunnhUdargerði.