Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Side 41
MULAÞING
39
Vitað er, hver reisti baðstofuna í Gunnhildargerði og sá um smíði
hennar. Það var Magnús Magnússon, trésmiður, sonur séra Magnúsar
Bergssonar, sem prestur var á Kirkjubæ árin 1852-1868 og fluttist það-
an að Eydölum1 í Breiðdal, og bróðir Eiríks Magnússonar, bókavarðar í
Cambridge í Englandi. Magnús var nokkur ár bóndi og hreppstjóri í
Húsey í Hróarstungu. Var hann kominn þangað árið 1869, en hvenær
hann hættir búskap þar, er ekki vitað. Arið 1875 er Sigríður kona hans
skráð á Osi í Breiðdal hjá föður sínum, sem þar bjó, og er bústýra hjá
honum næstu ár og hefur son sinn, Jón, hjá sér. Magnús, sonur hjón-
anna, er kominn í fóstur til afa síns að Eydölum árið 1875. Benda því
líkur til, að það ár (eða 1874) hafi þau Magnús og Sigríður slitið samvist-
um.
Verið getur, að Magnús hafí búið lengur í Húsey eða dvalizt þar, en
árið 1880, þegar aðalmanntal fer fram, er hann skráður á Bóndastöðum
í Hjaltastaðaþinghá, „staða: lausamaður, trésmiður, lögheimili Eydal-
ir“. Þó er hann ekki skráður til heimilis í Eydölum það ár né þau næstu.
Bendir margt til þess, að hann hafí verið lausamaður og stundað smíðar
eftir að hann hætti búskap í Húsey og allt til dauðadags. Hann dó í
Eydölum hjá föður sínum 6. maí, 1886.
Björn Hallsson, hreppstjóri og alþingismaður á Rangá í Hróarstungu,
skrifaði eftirmæli eftir föður minn, Sigmund Jónsson, sem birtust í Óðni
árið 1925, og Jón Jónsson, búfræðingur á Nefbjarnarstöðum (næsta bæ
utan við Gunnhildargerði), skrifaði einnig eftirmæli eftir hann, sem
birtust í Hæni 11. júlí, 1925. Þeir geta þess báðir, að Sigmundur hafi
byggt upp öll bæjarhús í Gunnhildargerði. Björn segir þannig frá: „öll
hús byggði hann upp“. Jón kemst þannig að orði: „Sigmundur ól allan
sinn aldur í Gunnhildargerði. Hann var fæddur 4. ágúst 1852. Tók hann
ungur við búsforráðum með móður sinni, að föður sínum látnum [árið
1866, innsk.]. Fórst honum það vel, eins og flest sem hann tók sér fyrir
hendur. Litlu síðar en hann tók við búi byggði hann upp allan bæinn að
nýju til, á einu ári, og þótti það í mikið ráðist af manni við fremur lítil
efni“.
Ætla mætti, að þarna sé átt við, að öll gömlu bæjarhúsin hafi verið
byggð „að nýju til, á einu ári“, því að tæplega hafa öll bæjarhúsin verið
byggð á einu ári. Til þess hefði þurft mikið byggingarefni, bæði timbur,
torf og grjót, og afar mikinn vinnukraft. Næstu ár hafa trúlega verið
reist fleiri bæjarhús, þar til bærinn var orðinn í því formi, sem hann var,
þegar við systkinin munum eftir honum, og stóð allur í þar til árið 1925.
1 Eydalir, nú nefndir Heydalir.