Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1982, Page 45
MÚLAÞING
41
Úr Gjörðabók fasteignamatsnefndar í Norður-Múlasýslu 1917 og 1918 um Gunnhildargerði í Hróarstungu (gert 1917)
„Hús og mannvirki:
1. Húseign ábúanda:
a) Baðstofa 11X6 áln. Kr. 375.00
b) Búr með kjallara undir - 180.00
c) Stofuhús frammi og bæjardyrahús - 305.00
d) 6 fjárhús og 6 heyhlöður e) Eldhús 20/00, Smiðja 7/00, Kamar 8/00, - 253.00
myllukofí 4/00 39.00
f) 2 hesthús 40.00
Samt. Kr. 1.192.00
2. Húseign jarðarinnar:
a) Baðstofa á þrepi undir rafti 6X4V2 áln. Kr. 24.00
b) Búr, Eldhús, Bæjardyr, Smiðja og göng 54.00
c) 2 fjárhúskofar 26/00, 1 heyhlaða 28/00, Hesthús 9/00 - 63.00
Samt. Kr. 141.00
Jörðin sjálf án húsa og mannvirkja metin á Kr. 1.100.00“
BÆJARLÝSING
Bœrinn, smiðjan og fleira
Þessi upptalning eldri húsa í Gunnhildargerði í bókinni Sveitir og jarðir
í Múlaþingi varð til þess, að ég drattast nú til að reyna að lýsa bænum í
Gunnhildargerði eins og hann var á uppvaxtarárum mínum. Verst er, að
nú er búið að slétta yfír bæjarstæðið, svo að ekki er hægt að mæla stærð
og lögun bæjarhúsanna. Verður því að styðjast við minnið að mestu leyti
og að nokkru við ágizkun. Fylgja hér með teikningar af bænum, sem
Rúnar, sonur minn, hefur gert. Af augljósum ástæðum er ekki unnt að
fullyrða, að stærðarhlutföll séu alveg rétt, þótt tæplega skeiki mjög
miklu. Grunnflötur baðstofu var 11x6 álnir samkvæmt mælingum
matsmanna árið 1917. Stærð annarra bæjarhúsa er miðuð við stærð
baðstofu og ljósmynd, sem til er af tveimur yztu húsalengjunum.